Leita í fréttum mbl.is

Síra Baldvin sakaður um kynvillu er hann sókti um brauð

prestkona2Þegar síra Baldvin sókti um Barmahlíðarprestakall á sínum tíma, sóktu Bjarni Björnsson cand. theol og séra Jórunn Ösp Friðfinnsdóttir líka um sama brauð, þannig að kjósa þurfti á milli þeirra þriggja. Í prestskosningarbáráttunni bar helst til tíðinda, að stuðningsmenn og konur séra Jórunnar Aspar komu þeim orðrómi af stað innan prestakallsins, að síra Baldvin væri kynvilltur og rökstuddu þá kenningu með þeirri staðreynd að hann væri ógiftur og ekki í tygjum nokkurn kvenmann svo vitað væri. Fyrir tilviljun eina barst síra Baldvini þessi óviðkunnanlegi rymtur til eyrna. Hann hófst þegar handa við að komast að uppruna svívirðunnar og bárust böndin fljótlega að séra Jórunni Ösp og hennar postulum. Þegar hið sanna lá ljóst fyrir lagðist síra Baldvin á bæn og bað Drottinn himinhæða að hjálpa sér við að leita að séra Jórunni Ösp. Og Drottinn brást fljótt og vel við bón síns elskaða þjóns og vísaði honum beint á séra Jórunni Ösp þar sem hún sat yfir kaffibolla á bænum Þverholti og fræddi heimilisfólkið þar á ónáttúrlegum kynlífskenndum síra Baldvins. Og síra Baldvin var ekkert að tvítóla við það sem hann hafði í huga. Hann teymdi séra Jórunni Ösp bæ frá bæ, hús úr húsi og léta hana kunngera fólki, að hún völd að orðrómnum um meinta kynvillu síra Baldvins; og að tilgangurinn með róginum hefði átt fæla sóknarbörn Barmahlíðarprestakalls frá því kjósa slíkan öfugugga til prestsstarfa.

Eftir snöfurmannlega framgöngu sína í kynvillingsmálinu sigraði síra Baldvin prestskosninguna með fáheyrðum yfirburðum.

Nokkrum mánuðum síðar var séra Jórunni Ösp veitt gott brauð í prestakalli þar sem sjálfstæðisflokksmenn eru afar fjölmennir.       

 


mbl.is Sex sækja um brauð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Eitthvað konnumst við nú við þessi vinnubrögð.Er ekki frá því að sumir þingmenn noti þau enn þann dag í dag.

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha....

Ekki þurfti að spyrja að endalokunum, auðvitað veittu sjálfstæðismenn henni brauð.

Níels A. Ársælsson., 23.3.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband