Leita í fréttum mbl.is

Síra Baldvin sakađur um kynvillu er hann sókti um brauđ

prestkona2Ţegar síra Baldvin sókti um Barmahlíđarprestakall á sínum tíma, sóktu Bjarni Björnsson cand. theol og séra Jórunn Ösp Friđfinnsdóttir líka um sama brauđ, ţannig ađ kjósa ţurfti á milli ţeirra ţriggja. Í prestskosningarbáráttunni bar helst til tíđinda, ađ stuđningsmenn og konur séra Jórunnar Aspar komu ţeim orđrómi af stađ innan prestakallsins, ađ síra Baldvin vćri kynvilltur og rökstuddu ţá kenningu međ ţeirri stađreynd ađ hann vćri ógiftur og ekki í tygjum nokkurn kvenmann svo vitađ vćri. Fyrir tilviljun eina barst síra Baldvini ţessi óviđkunnanlegi rymtur til eyrna. Hann hófst ţegar handa viđ ađ komast ađ uppruna svívirđunnar og bárust böndin fljótlega ađ séra Jórunni Ösp og hennar postulum. Ţegar hiđ sanna lá ljóst fyrir lagđist síra Baldvin á bćn og bađ Drottinn himinhćđa ađ hjálpa sér viđ ađ leita ađ séra Jórunni Ösp. Og Drottinn brást fljótt og vel viđ bón síns elskađa ţjóns og vísađi honum beint á séra Jórunni Ösp ţar sem hún sat yfir kaffibolla á bćnum Ţverholti og frćddi heimilisfólkiđ ţar á ónáttúrlegum kynlífskenndum síra Baldvins. Og síra Baldvin var ekkert ađ tvítóla viđ ţađ sem hann hafđi í huga. Hann teymdi séra Jórunni Ösp bć frá bć, hús úr húsi og léta hana kunngera fólki, ađ hún völd ađ orđrómnum um meinta kynvillu síra Baldvins; og ađ tilgangurinn međ róginum hefđi átt fćla sóknarbörn Barmahlíđarprestakalls frá ţví kjósa slíkan öfugugga til prestsstarfa.

Eftir snöfurmannlega framgöngu sína í kynvillingsmálinu sigrađi síra Baldvin prestskosninguna međ fáheyrđum yfirburđum.

Nokkrum mánuđum síđar var séra Jórunni Ösp veitt gott brauđ í prestakalli ţar sem sjálfstćđisflokksmenn eru afar fjölmennir.       

 


mbl.is Sex sćkja um brauđ á Akureyri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Eitthvađ konnumst viđ nú viđ ţessi vinnubrögđ.Er ekki frá ţví ađ sumir ţingmenn noti ţau enn ţann dag í dag.

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Ha ha ha ha....

Ekki ţurfti ađ spyrja ađ endalokunum, auđvitađ veittu sjálfstćđismenn henni brauđ.

Níels A. Ársćlsson., 23.3.2010 kl. 22:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband