Leita í fréttum mbl.is

Fróðleikur um trébelli fyrri tíðar

furutre.jpgÓhollusta kynlífsleikfanga er síður en svo nýtt vandamál. Hér fyrr meir voru fryggðargandar ævinlega smíðaðir úr tré og báru oft á tíðum vitni um listrænt handbragð og gott auga fyrir útskurði þeirra er framleiddu gripina. Einn var þó heldur hvimleiður fylgifiskur trégandanna, en það voru flísarnar. Til dæmis voru furubellir varhugaverðir í því sambandi, en fura er afar flísagjörn trjátegund og vandmeð farin í kynlífsiðnaði. Í læknaskýrslu frá því fyrir miðja síðustu öld, má lesa ófargrar frásagir um glímu samviskusamra lækna við fjarlægja furuflísar úr viðkvæmustu stöðum mannslíkamans.

Eikin þótti skárri en furan sem efni í gerfilóka, bæði sterkari og flísaminni, auk þess sem auðveldlega mátti rota karla jafnt sem konur með því verkfæri. Þó átti eikin til að springa þegar minnst varð og var þá ekki óalgengt að notandinn fengi langa og grófa flís í sig sem erfitt var að fjarlægja.

Árið 1959 voru fryggðargandar úr tré bannaðir á Íslandi. Bannið var nokkuð umdeilt á sínum tíma, því kvenfélagskonum þótti það höggva full nærri því frelsi sem hverri konu væri nauðsynlegt að hafa á líkama sínum. En svo tók plastið við og síðan hafa allir verið sáttir.


mbl.is Görótt kynlífsleikföng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það er eins gott að ekki var notað tekk í leikföngin. Því flís ur tekki hefur svipuð áhrif og að stinga sig á karfabeinum. Ígerðin grasserar mjög fljótt.

Hamarinn, 24.3.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband