Leita í fréttum mbl.is

Dónaskapur á heimsmælikvarða

landi_sekkur.jpgFram að þessu hefur mér skilist að Ferðafélag Íslands væri stórhuga félagsskapur og vandur að virðingu sinni í hvívetna. Nú bregður svo við að þetta vinsæla félag sviptir af sér sauðargærunni og eftir stendur svikull melrakki með kainsglott á vör.

Ferðafélag Íslands ætlar sem sé að hafa skemmtilega skoðunarferð að eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi á morgun og ber fyrir sig frekar slæma veðurspá! Hafið þið, lesendur góðir, heyrt af öðrum eins dónaskap og skepnusakap? Ég er hræddur um ekki. En svo hefur aumingjaskapurinn breiðst útum þjóðfélagið á síðustu árum, að ekki einusinni Ferðafélag Íslands er undanþegið vesaldómnum. Er þá fokið í flest, ef ekki öll, skjól. 

Úr þessu er ekki nema dagaspurmál hvenær landið sekkur alveg. 


mbl.is Aflýsa ferðum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Og ég sem ætlaði í ferðina.

Hamarinn, 4.4.2010 kl. 23:25

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og hvað ætlarðu að gera?

Jóhannes Ragnarsson, 4.4.2010 kl. 23:39

3 Smámynd: Hamarinn

Ég ætla samt að fara, þó þessir aumingjar vilji ekki hjálpa björgunarsveitunum um smá þjálfun.

Hamarinn, 4.4.2010 kl. 23:43

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú ætlar þá sem sé að skilja Ferðafélag Íslands eftir í bælinu eins og megatimbraðan róna? 

Jóhannes Ragnarsson, 4.4.2010 kl. 23:47

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þið eruð lánsamir að einhver hefur vit fyrir ykkur!

Enginn fær allt sem hann vill hvenær sem er og án skilyrða og eigin ábyrgðar!

Þannig er raunverulegi heimurinn gott fólk!

Vonandi fyrirgefið þið þeim sem hafa vit fyrir ykkur strákar mínir!

Ykkur er guðvelkomið að skammast í mér fyrir mína sýn á þessi ferða-fræði!

Það virðist alltaf þurfa að skamma og hengja einhvern fyrir ábyrgðina og ákvarðanirnar? Þeir eru ekki alltaf klókir sem skammast mest? Gangi ykkur vel! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2010 kl. 23:55

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég vona að minnsta kosti að hann Sveinn okkar hérna Hamar taki ekki uppá að hengja Ferðafélag Íslands fyrir ferðina sem ekki á að fara á morgun.

Jóhannes Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 00:08

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mér láðist alveg að taka fram að ég ætlaði ekki ferðina góðu á að eldstöðvunum morgun. Hinsvegar ætla ég útá sjó á þriðjudaginn en þá spáir líka frekar slæmu veðri.

Jóhannes Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 00:12

8 Smámynd: Hamarinn

Maður verður að bjarga sér. Og þessar björgunarsveitir hafa EKKERT annað að gera á morgun,  heldur en að bíða og sjá hvort ég komist á leiðarenda. Þær eru ekki of góðar til þess, enda hef ég ekki keypt einn einasta flugeld af síðastliðin 22 ár.

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband