Leita í fréttum mbl.is

Stórkostlegt þjóðfélagslegt vandamál

krabb1Ekki er að sjá að hinir ,,þrír nýju þingmenn" sem sagt er að taki sæti á Alþingi eftir helgina, eigi meira erindi á þing en þeir sem hurfu af vettvangi fyrir helgina. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er gjörónýtur niður í rót og á varamannabekknum húka samskonar spillingarpésar og þeir sem fengið hafa að sprikla í aðalliðinu.

Raunar er Sjálfstæðisflokkurinn meir en gjörónýtur; hann er stórkostlegt þjófélagslegt vandamál, sem nauðsynlegt er að taka til einhverskonar gjaldþrotameðferðar. Þegar fólk fær krabbamein er reynt að nema meinsemdina burt með skurðaðgerð, sem fylgt er eftir með lyfja- og geislameðferð. Á sama hátt og krabbameinsæxli eru meðhöndluð á þjóðin að hreinsa sig af þeirri lífshættulegu óværu sem Sjálfstæðisflokkurinn er.  


mbl.is Þrír nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist þessi stutta úttekt þín vera hafin yfir allar efasemdir.

Sennilega vegna þess að málið er svo einfalt og allt þetta blasir svo skýrt við þjóðinni að allar vangaveltur og nánari skýringar yrðu barnalegar.

Árni Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 11:19

2 identicon

Er konugarmurinn eitthvað slæmur?

Ágúst Valves Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaða konugarm ert þú að tala um, piltur minn?

Jóhannes Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 20:17

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ólafur Helgi eða helgi?

Gunnar Heiðarsson, 18.4.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband