Leita í fréttum mbl.is

Lausaganga sjálfstæðismanna ólíðandi

hannez5_897707.jpgÞó að lausaganga grimmra hunda sé hvimleið þá er lausaganga ágjarnra sjálfstæðismanna mikið ámælisverðari. Það er vitað að búrtíkur auðaldsins hafa um áratugaskeið smogið eins og rottur um banka, lífeyrissjóði og aðrar fjárhirslur landsmanna og étið og nagað allt sem fyrir þeim hefur orðið. Hæstum hæðum náði þessi plága í október 2008, þegar í ljós kom að helvítis ófétin voru búin að éta þjóðina svo gott sem útá gaddinn. Þá kom semsé í ljós og lausaganga þessara óféta hafði orsakað gjaldþrot fjölda banka, sparsjóða, seðlabankans og ríkissjóðs auk aragrúa einstaklinga og heimila. Hefur, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, annar eins óþverri ekki gengið yfir landið síðan í móðuharðindunum miklu á átjándu öld.  Af því má sjá, að lausaganga venjulegra hunda með fjóra fætur og eitt skott er ekki neitt neitt miðað við háskalega lausagöngu óseðjandi sjálfstæðismanna og búrtíka þeirra. 
mbl.is Kvartað yfir lausagangi hunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Lausaganga búfénaðar er líka bönnuð Jóhannes. Afhverju heldur þú að ég hafi orðið að gifta mig?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.4.2010 kl. 12:17

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, einhvernveginn varð víst að taka þig úr umferð og þá lá beinast við að fá þér tilsjónarmann.

Jóhannes Ragnarsson, 20.4.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Einmitt Jóhannes!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.4.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband