Leita í fréttum mbl.is

Úrkynjun og undanrennuhyggja Vinstrihreyfingarinnar

und1Mér hefur svo sem aldrei dulist að Katrín þessi Jakobsdóttir væri pólitískt viðrini niður í rót og alla tíð undrast þann frama sem hún hefur fengið í Vinstrihreyfingunni grænu framboði; puntudúkkulegar umbúðir án pólitísks innihalds hafa verið hafnar uppí ráðherrastól, án nokkurs sjáanlegs tilgangs. Upphefð Katrínar minnir á fátt meira en söguna um fötin, eða öllu heldur fatleysi, biluðu kóngsafmánarinnar í sögunni góðu. En fyrst og fremst er frami Katrínar Jakobsdóttur innan VG vitnisburðum um þá stórbrotnu úrkynjun og undanrennuhyggju sem átt hefur sér stað í þeim hópi fólks sem stendur að VG, fólkinu sem segist standa lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum.  

Það hefur lengi erið ljóst í mínum huga, að Vinstrihreyfingin grænt framboð er klofin flokkur. Annarsvegar eru það hinir hægrisinnuðu og tækifærissinnuðu flokkseigendur, með Svavar Gestsson, Álfheiði Ingadóttur og Steingrím J. Sigfússon fremst í flokki, borgaralega þenkjandi lið sem engan áhuga hefur á að hrófla við hinu kapítalíska þjóðfélagskerfi  fremur en þjáningar- og samtryggingarsystkyni þeirra í Samfylkingunni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum. Hinsvegar er það vinstri armurinn, sósalistarnir og verkalýðssinnarnir sem aðhyllast heiðarleika og lýðræðisleg vinnubrögð og kæra sig ekkert um að vera bendlaðir við undirferli, svik og sýndarmennsku.

Frá stofnun VG hefur flokkurinn verið einarðlega á móti aðild Íslands að hinu hákapítalíska samtryggingarkerfi ESB, að minnsta kosti í orði kveðnu. En samkvæmt bullinu í Katrínu menntmálaráðherra um Jón Bjarnason, fækkun ráðuneyta og ESB, er ljóst að flokkseigendafélagið, ásamt dekurdýrum sínum og undanrennuliði, hefur skipt algerlega um skoðun varðandi aðildina að ESB (eða hefur þetta loddaralið ef til vill verið ESB sinnar lengur en haldið hefur verið fram til þessa?). Þessu kynduga fólki virðist létt að svíkja stefnu VG, í stóru og smáu, fyrir ríkisstjórnaraðild og aðgang að hásölum kapítalismans.

Úr því sem komið er, færi best á að leiðir hægri og vinstri armana í VG skilji. Herra Gestsson Sendiherra hlýtur að fá inni með sín hjú hjá Samfylkingu eða Framsókn, það er að segja ef blessað íhaldið er ekki nógu gott fyrir þennan geðslega aðal. En við hin getum þá einbeitt okkur að því að skipuleggja róttækan vinstriflokk, byggðan á klassískum gildum sósíalisma og verkalýðshyggju, stéttarbaráttu, lýðræði og heiðarleika. Og það er til nóg af góðu fólki til að halda í þá vegferð.


mbl.is Jón eini ráðherrann á móti fækkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Samála þessu Jóhannes það komið nóg núna.

Rafn Gíslason, 15.5.2010 kl. 19:13

2 identicon

Sæll Jóhannes!

Í þetta skipti er ég þér ósammála í einu og öllu. Að mínu mati er karín óvenju skemmtilegur og skeleggur stjórnmálamaður. Það hefur hún sýnt og sannað við mörg tækifæri. Uppstokkun ráðuneyta er mikil nauðsyn. Lærdómar af bankahruninu eru margir. Einn er sá að efla þarf fagmennsku í stjórnsýslunni og losa hana undan póliísku ofurvaldi. Lýsingar á því hvernig stjórnsýslan brást við í hruninu eru órúleg lesning. Það getur einfaldlega ekki verið að VG skipist í góða fólkið og slæma fólkið. Við erum engu nær með innihaldslausum siðapredikunum.Járnfrúin breska hélt því fram að ESB væri samsæri jafnaðarmanna. Ég held að tvö lykilatriði skýri ESB. Annað er að þjóðir Evrópu töldu brýna nauðsyn að tengja Þýskaland trausum böndum í hagkerfi annarra landa til aðtryggja varanlegan frið. Hitt er að Evrópuþjóðir óttuðust samkeppni BNA og Japans.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Hamarinn

Sammála þér Jóhannes. Við þurfum alvoru vinstri flokk.

Hamarinn, 15.5.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Sameining ráðuneyta"  les  ESB-væðing

Sigurður Þórðarson, 15.5.2010 kl. 22:16

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvort VG skiptist einfaldlega í góða fólkið og vonda fólkið hef ég ekki leitt hugann að. Hinsvegar þekki ég ágætlega vel til innan VG og veit að flokkurinn er klofinn eftir endilöngu í vinstri og hægri, og það er töluvert mikið bil milli fylkinga. Uppá síðkastið hefur þessi klofningur verið að koma æ betur uppá yfirborðið, auk þess sem flokksfoystan hefur aðhafst ýmislegt sem seint verður fyrirgefið og gerir það að verkum að raunveruleg hætta er á endanlegum klofningi VG.

ESB er að mínu mati fyrst og fremst samtrygging borgarastéttarinnar, auðvaldsins, í Evrópu og á ekkert skylt við alþjóðahyggju jafnaðarmanna, eins og blekkingaskáld Samfylkingarinnar hafa látið í eðri vaka. Þá er ekki annað að sjá í augnablikinu, að mikið efnahagshrun sé í aðsigi í ESB, hvað sem líður hátimbraðri stofnanavæðingu og stjórnsýslu þessa kapítalíska bandalags.   

Jóhannes Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 23:27

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Sjáið til, samspillingunni hefur tekist að sundra VG.

Hörður Einarsson, 15.5.2010 kl. 23:51

9 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Áætlun íslenskra "stjórnmálamanna" er einfaldlega að skapa sér stöðu í ráðuneytum ESB til frambúðar. Þetta gyldir um bæði RVK og landsbyggðina, alltso litla og stóra pólitíkusa. Þetta er mikið rotnara kerfisfólk heldur en á hinum norðurlöndunum Jóhannes minn, "trúðu mér"

Eyjólfur Jónsson, 17.5.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband