Leita í fréttum mbl.is

Fantastuð á Birni Vali; hvað gerir hann næst?

Helvítis fantastuð er á honum Birni Vali þessa dagana: Ekki er nóg með að hann vilji að ákæran á höndur mótmælendunum verði dregin til baka, heldur heimtar þingkurfurinn að fyrningarleiðin í kvótamálunum verði dregin til baka og henni fleygt beint strik útí hafsauga. Pilturinn er nefnilega þingmaður bæði VG og LÍÚ.

Nú spyr maður í forundran: hvað verður næst hjá Birni Vali? Mun hann leggja til að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, upp á níu bindi, verði dregin til baka? Hver veit. En hann væri vís með að reyna draga Svavar, fyrrum Sendiherra Davíðs og Halldórs, aftur inn á Alþingi. Það væri aldeilis býhnykkur fyrir land og þjóð, tækist honum það.

ing1Af Savari Sendiherra er það að frétta, að hann situr flesta daga bullsveittur við símann og hringir út og austur í liðsmenn VG og leggur þeim línuna í innanflokksátökunum í flokknum, í þessháttar hefur hann æfinguna. Í fyrradag varð honum á að hringja í skakkt númer og lenti á frú Ingveldi, eiginkonu Kolbeins okkar Kolbeinssonar. Þar kom Sendiherrann, eins og vænta mátti, ekki að tómum kofunum. Frú Ingveldur hélt sem sé, að þetta væri einhver dónakall sem ætlaði að gera narr að henni og sagði Sendiherranum að gá að sér, annars hefði hún uppá honum og hespaði hann saman með haus við tær. Hinn þaulæfði sendiráðsfrömuður varð klumsa við þessari óvæntu árás, svo frú Ingveldur gat bætt við í hranalegum tón, að nóg væri fyrir sig að burðast með ódáminn Kolbein Kolbeinsson svo ekki bættist ofaná þann kross klígjandi smjaðurröfl í ókunnugum kallaskröttum.


mbl.is Vill að ákæra verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Hvað er númerið hjá henni Ingveldi?

Það væri nú gaman að spjalla aðeins við hana.

Hamarinn, 12.5.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Spurðu Sendiherrann, Sveinn, hann á ekki eftir að gleyma símanúmeri frú Ingveldar á næstunni.

Jóhannes Ragnarsson, 12.5.2010 kl. 22:48

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Undir Noregskonung!  Það er lausnin á þessum vanda.....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.5.2010 kl. 08:38

4 Smámynd: Hamarinn

Ingibjörg

Þó fyrr hefði verið.

Hamarinn, 13.5.2010 kl. 08:52

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nújá, þið eruð þá orðnir royalistar. En í Guðs almáttugs bænum, finnið einhvern betri kóng en þennan norska, hann er bæði ljótur og leiðinlegur.

Jóhannes Ragnarsson, 13.5.2010 kl. 09:44

6 Smámynd: Hamarinn

Hann er að verða svo gamall, að Hákon fer að taka við.

Hamarinn, 13.5.2010 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband