Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur mun uppskera eins og hann hefur til sáð

IMG000001Það er því miður staðreynd, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur ítrekað orðið uppvís að mjög óheiðarlegum vinnubrögðum gagnvart þingflokki VG og þá jafnframt öllum flokksmönnum og kjósendum flokksins í leiðinni. Ef það er eitthvað sem klofið hefur VG öðru fremur, þá er það hroki og óhreinlyndi formannsins hans og nánasta já-liðs gagnvart vinstriarmi VG. Það er ekki annað hægt að lesa út úr framgangsmáta Steingríms og félaga, en að þau eigi litla sem enga samleið með róttæku vinstrafólki; sósíalistunum og verkalýðssinnunum.

Það hefur t.d. verið siður Steingríms, eftir að hann náði markmiði sínu að fá ráðherrastól undir botninn á sér, að hunsa þann hluta þingflokks VG, sem hefur verið gagnrýninn á störf ríkisstjórnarinnar  og hafa í hótununum við það fólk. Dæmi um yfirgang og ólýðræðisleg vinnugrögð Steingríms og flokkseigendafélagsins sem gerir hann út, eru sláandi, en undir þau ósköp falla mjög stór mál eins og ESB, samstarfsyfirlýsing stjórnarflokkana, stöðugleikasáttmálinn kynlegi, Icesave-málið og AGS. Við þennan lista má svo bæta ótvíræð svik við stefnu VG í sjávarútvegsmálum, einkavæðingu banka og þjónkun við fjármangseigendur og ótrúlegt tómlæti gagnvart verkalýðsstéttinni í landinu.

Það er því eftir öðru, að ein heimskasta búrtíkin á heimili flokkseigenda VG, Björn Valu,r spili út skattahækkunartillögum frá húsbændum sínum í nefnd þeirri sem Lilja Mósesdóttir hefur nú sagt sig úr. Það kemur fram í máli Lilju, að umrædd nefnd hafi ekki átt að fjalla um skattahækkanir, aðeins niðurskurð í ríkisfjármálum, auk þess hafi þessar tillögur ekki verið ræddar innan ríkisstjórnarflokkana. 

Það er erfitt að sjá annað, en norræna velferðarstjórnin þeirra Jóhönnu og Steingríms sé að niðurlotum komin. Steingrímur mun t.d. ekki komast undan því að uppskera í samræmi við það sem hann hefur sáð innan flokksins sem hann er formaður fyrir. Sá góði maður skal ekki halda að hann komist upp með að gera vinstrisinnaðasta hóp íslenskra stjórnmálamanna og kjósenda að framsóknarmönnum. Allsherjaruppgjör innnan VG verður varla umflúið úr þessu, trúnaðarbresturinn milli armanna tveggja í flokknum er of mikill til að hann verði lagfærður, allar tilraunir til sátta eru dæmdar til að mistakast.        


mbl.is Segir sig úr ríkisfjármálahópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svei mér þá, ef þú tekur bara ekki undir allt sem stjórnarandstaðan hefur verið að segja frá því í fyrra sumar.

Barnandi mönnum er best að lifa.

Ragnhildur Kolka, 23.5.2010 kl. 23:07

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

-batnandi - skal það vera

Ragnhildur Kolka, 23.5.2010 kl. 23:08

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Alveg rétt hjá þér, Ragnhildur, ég er ekki einn af þessum körlum sem eru sí-barnandi.

Annars er ég ekki að taka undir eitt eða neitt með  stjórnarandstöðunni. Mínar skoðanir eru algjörlega óháðar öllu öðru en því sem ég sé að er að gerst í VG, flokknum sem ég tók þátt í að stofna og hef verið félagi í æ síðan.

Jóhannes Ragnarsson, 23.5.2010 kl. 23:31

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Batnandi mönnum er gott að lifa, en barnandi mönnum þó miklu betur. Sigmund Freud hringdi í mig áðan og kvaðst hafa hlegið sig máttlausan.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 02:32

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Auðvitað ertu ekki að taka undir með stjórnarandstöðunni, þú ert bara svolítið seinn að fatta. En betra seint en aldrei.

Ragnhildur Kolka, 24.5.2010 kl. 15:31

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svona okkar á milli sagt, Ragnhildur, þá er ég nú ekki býsna lengi að fatta. Auk þess þekki ég mitt heimafólk.

Jóhannes Ragnarsson, 24.5.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband