Leita í fréttum mbl.is

Skiptar skoðanir um meint fagnaðarlæti

syngJújú, mikið rétt, júrógestir í Bærum lustu upp miklu orgi þegar Hera Björk grenjaði sónötuna ,,Je ne sais quoi" framan í þá í kvöld. Hinsvegar eru skiptar skoðanir uppi með það hvort óhljóðin í gestunum hafi verið fagnaðarlæti, fylliríisskvaldur eða óánægjubaul. Einn tónleikagestur orðaði upplifun sína með þeim orðum, að Íslendingar sem rauluðu íslensk lög á ensku eða frönsku væru ekki neinir Íslendingar, heldur sauðnaut sunnan úr Karpatafjöllum. Annar tónleikagestur gaf skít í framlag Íslands og sagði það ljóta beinamakkann sem hefði slíkan hroða hrært saman. 
mbl.is Mikil fagnaðarlæti í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Voru fagnaðarlætin ekki út af því að þessari hörmung var lokið? Þá gátu gestir tekið tappana úr eyrunum.

Hamarinn, 25.5.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú átt kollgátuna, Sveinn. Það er ekki á nokkurn mann leggjandi, hversu vondur sem hann kanna vera, að sitja undir svona djöfuls argangargi. Meira að segja Sigga kondu heim og Bjöggunum væri vorkun ef þeir þyrftu að hlusta á annað eins.

Jóhannes Ragnarsson, 25.5.2010 kl. 22:14

3 Smámynd: Hamarinn

Það væri hægt að nota þetta í stað líkamlegra pyntinga. Menn mundu fljótt gefast upp.

Hamarinn, 25.5.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er svona svipað og með kosningarnar síðustu. Allir kusu eftir eyranu en ekki augunum....

Útkomuna þurfum við að lifa við þ.ae.a.s. upptöku kommúnisma.

Skilaboð til framtíðar... "betur sjá augu en eyru"!

Óskar Guðmundsson, 26.5.2010 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband