Leita í fréttum mbl.is

Leiðinlegasti maður Norðurlanda

Það er ekki ofsögum sagt um Má Guðmundsson, að hann sé einhver leiðinlegasti maður sem nú er uppi á Norðurlöndum; hann er svo hrottalega leiðinlegur, að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, sem seint verður sökuð um skemmtilegheit, datt ekki til hugar að svara tölvupóstinum frá Má, hver innihélt leiðindavæl hans um eigin launakröfu.

En hvernig í ósköpunum Jóhönnu og Steingrími létu sér til hugar koma að ráða svo stórkostlegan leiðindadurg í stöðu seðlabankastjóra og Má þennan Guðmundsson, er hverjum manni algjörlega hulin ráðgáta. Það má svo sem vera að spilltu hugarfari forsætis- og fjármálaráðherra sé um að kenna hver varð fyrir valinu þá seðlabankastjóri var ráðinn, en líklegra er þó, að þeim hafi þótt affarasælast að ráða persónu til starfans, sem væri á svipaðri leiðindagráðu og þau sjálf, til að halda uppi listrænu samræmi milli þeirra sem fara með æðstu fjármálaembætti ríkisins. 

Ekki þarf að taka fram, að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra fellur óaðfinnanlega inní leiðindasymfóníu Jóhönnu og Steingríms.  


mbl.is Ræddi ekki beint við Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jóhannes og vertu nú svolítið skapbetri og það á sjálfan sjómannadaginn.Þau réðu einfaldlega besta mannin sem völ var á. sem er að vera seðlabankastjóri. Már reitir aldrei af sér brandara nema í mjög þröngum hópi. Enda er hann ekki ráðinn til þess. Hann má gjarnan vera leiðinlegur mín vegna. Það var þarna maður sem átti að vera í þessu hlutverki sem ekkert kunni til þeirra verka en hann þótt víst svo skemmtilegur, samdi sögur og sagði brandara opinberlega. Hann var einnig frjálshyggjumaður.En Már er kommi af gamlaskólanum og fyrrum ritstjóri ,,Neistans". Síðan bið ég fyrir kveðjur í fæðingasveitir foreldra minna 

Kristbjörn Árnason, 6.6.2010 kl. 20:15

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki eru nú allir sammála um að "besti"maðurinn hafi verið ráðinn seðlabankastjóri, margir halda því fram að hann sé alveg kolfastur í kenningum "klassísku hagfræðinganna" og vinni eftir þeim en eins og flestir vita var flestum þeirra kenningum kollvarpað 1936, síðan hafa margar kenningar komið fram eins og gengur og gerist en flestir eru nú sammála því að flestar kenningar á þessu unga sviði eru ekki alrangar eða algóðar.  Það að vera kommi af gamla skólanum hefur lítið með hæfileika mannsins að gera.

Jóhann Elíasson, 6.6.2010 kl. 22:01

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

EKki ætla ég að taka undir með þér Jóhannes.  Hvort maðurinn er hrókur alls fagnaðar eða durgur drepleiðinlegur skiptir ekki máli.  Ég er bara nógu mikill kommi til að þola ekki þessa misskiptingu.  Og sé það rétt hjá Kristbirni að Már sé kommi af gamla skólanum.  Þá finnst mér að hann ætti bara að lækka laun sín um helming og hætta þessum kveinstöfum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.6.2010 kl. 22:34

4 Smámynd: Svavar Bjarnason

Þeir sem eru að hnýta í Már ættu að bera saman ráðningaferil hans í þessa stöðu, miðað við það, þegar íhald og framsókn réðu ríkjum.

Svavar Bjarnason, 6.6.2010 kl. 23:18

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér er sama hver er, það á enginn skilið að vera með meira en milljón ´´a mánuði.á meðan ástandið er eins og það er. Punktur.  Már hlýtur að geta lifað þokkalega af milljón.  En slúbertarnir sem voru í seðlabankanum ætti að hýrudraga. fara pólsku leiðina að þeim.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.6.2010 kl. 23:47

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Viltu hafa brandarakalla í öllum embættum..er það ekki leiðgjarnt til lengdar ?

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2010 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband