Leita í fréttum mbl.is

Er ekki komið að leiðarlokum Ögmundur og Lilja?

Hafi Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir einhverntímann átt raunverulega samleið  með Svavarsfjölskyldunni, Steingrími J., Álfheiði Ingadóttur og Árna Þór, sem ég efast reyndar um að þau hafi átt, eru dagar þeirrar samleiðar endanlega taldir. Úr því sem komið er, er lang heiðarlegast í stöðunni að leiðir hægri og vinstri arma VG skilji með formlegum hætti. Að reyna að halda úti klofnum stjórnmálaflokki, þar sem jafn langt er milli fylkinga í smáu sem stóru, er fullkomlega óheilbrigt og skemmandi fyrir alla þá er að koma. Það er best að hægri armur VG, svavarsistarnir, dekur- og undanrennuliðið og búrtíkurnar, fái að deyja hægt og hljótt, án utanaðkomandi aðstoðar, inní samtryggingarkerfi kapítalismans þar sem hann á svo sannarlega heima. Þeir sem vilja ekki hljóta slíkan háðungardauðdaga á líknardeild auðvaldsins verða að gera upp við sig hvort þeir ætla að skríða uppá bakkann eða eða fljóta með AGS, ESB, NATO, Icesave, kvótakerfinu, Björgólfi Thor, Sjóvá og gamla Íslandi á enda veraldar. Það er ljóst að Steingrímur og hans úrvalssveit ætlar ekki uppá bakkann.  
mbl.is Draumsýn að flokkurinn lifi af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; æfinlega !

Vel; að orði komist, Ennis höfðingi góður.

Hefi engu; við að bæta.

Með beztu kveðjum vestur; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 14:28

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

En Jóhannes! hversu lengi eiga þá þessi tvö að standa hundblaut og svipt öllum klæðum flokksins á skurðbakkanum? Hefur þú staðið hundblautur einhvern tíman? Á að skjóta saman í klæði handa þeim í formi einkenningsbúnings byltingarsinna kannski ha?

Eyjólfur Jónsson, 26.6.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband