Leita í fréttum mbl.is

Brennivín virkar eins og frostlögur

drunk1Sko minn kall, lognaðist bara útaf af brennivínsnautn í Borgarfirðinum eins og Jón Hreggviðsson forðum. Við verðum bara að vona að ekki finnist andaður böðull í námunda við svefnstað fulla kallsins eins og gerðist í tilfelli bóndans frá Rein. Það gæti orðið helvíti snúið.

En svona hefur nú blessað brennivínið bjargað mörgum manninum sem sofnað hefur úti á víðavangi þegar kalt er í veðri. Brennivínið virkar nefnilega eins og frostlögur í æðum hins ölmóða og varnar því að hann frjósi í hel á meðan hann sefur úti í móum í brunagaddi. Hefði maðurinn verið alsgáður þegar hann sofnaði þarf ekki að spyrja að leikslokum.


mbl.is Maðurinn fundinn í Svínadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Líklega hefði hann til að byrja með ekki dottið útaf ef ekki hefði verið „blessuðu“ brennivíninu að kenna. Fólk sem kann ekki að drekka (alkar?) gerir stöðugt svona gloríur, ekki satt?

Ragnar Kristján Gestsson, 28.8.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband