Leita í fréttum mbl.is

Þá mun Dómstóll Alþýðunnar láta til sín taka

rev1Framferði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í ræðustól Alþingis í dag, sýnir svo ekki verður um villst hverra erinda þessi sérkennilegi stjórnmálamaður gengur, sem og flokkur hennar og ríkisstjórn. Það má ljóst vera hverjum manni, að núverandi ríkisstjórn vinnur skipulega að því að uppgjörið við hruninu verði sem sársaukaminnst fyrir borgarastéttina. Hinsvegar má fólkið á götunni éta það sem úti frýs, sem er dálítið hlálegt vegna þess að það var fólkið á götunni sem kom Jóhönnu og Steingrími J. til æðstu metorða í stjórnsýslunni.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG er ekki síður þénanleg og boðleg borgarastéttinni en hvaða ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er, eða ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Samfylkingar.

Krataeðlið er samt við sig og stendur einlægt fyrir sínu sem ein af helstu og mikilvægustu stoðum auðvaldsskipulagsins. Og krataeðlið hefur ekkert breyst þó það heiti Samfylking þessi misserin og drjúgur slatti af VG tilheyri þessari hvimleiðu dýrategund. Þessi lítilmenni ganga undatekingarlaust í lið með auðvaldinu á móti alþýðu manna þegar hagsmunir þessara stétta skarast í einhverju sem máli skiptir. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Samfylkingin stökkvi með látum til bjargar gjörspilltum stjórnmálamönnum borgarastéttarinnar og freisti þess að forða þeim frá maklegum málagjöldum.

Ef stjórnmálamenn fjármagnseigenda, atvinnurekenda og mafíósa kemst upp með að koma í veg fyrir að Landsdómur rétti yfir hrunpólitíkusunum mun varla líða á löngu að Dómstóll Alþýðunnar dragi Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu hennar og ríkisstjórn, ásamt fyrri ríkisstjórnum, fyrir sinn eigin rétt, með góðu eða illu, og dæmi allan þann óþrifaselskap úr leik.


mbl.is Efins um stuðning við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband