Leita í fréttum mbl.is

Áskorun á alla raunverulega vinstri menn í VG.

xv9Björgvin Rúnar Leifsson á Húsavík skrifaði fyrir stundu á facebooksíðu sína: 

 ,,Ríkisstjórnin var búin að panta þennan dóm og Hæstiréttur hlýddi. Þrískipting valdsins er endanlega fyrir bí og framkvæmdavaldið ræður algerlega ferðinni. Það kallast öðru nafni fasismi.

Ég skora á alla félaga, þingmenn og ráðherra VG, sem vilja enn gera tilkall til að vera kallaðir vinstri menn, að segja sig úr flokknum og láta af stuðningi við ríkisstjórn fjármálafyrirtækja og fjármagnseigenda."

Ég fyrir mitt leyti, tek undir orð Björgvins hér að ofan.

Við Björgvin, ásamt fjölda annarra róttækra vinstri manna, sem stóðum að stofnun VG fyrir rúmum 10 árum, ætluðumst ekki þá fremur en nú, að þessi flokkur yrði verkfæri í höndum ósvífinna auðvaldslegáta, sem ekki kunna að skammast sín, eins og raun hefur á orðið.    


mbl.is Óbreytt vaxtakjör stóðust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes! Ég tek svo innilega undir með þér í að nú eiga heiðarlegir VG-menn og konur að segja sig úr þessu svika-starfi flokks sem stofnaður var af miklu dugnaðar og baráttufólki! Fólki sem þekkti tímana fyrir og eftir vökulögin!

Ætli forysta flokksins viti hvaða lög það voru?

Ég þekkti mjög vel góðan mann sem vissi hvað vökulögin þýddu fyrir verka-þræla-sjómenn! Blessuð sé minning þess góða manns!

Ég tek ofan fyrir þeim heiðurs-baráttu-mönnum sem stóðu að stofnun þessa flokks!

Sem var stofnaður til að standa vörð um réttlætið og berjast gegn  gríðarlegri misnotkun á heiðarlegu vinnandi verkafólki!

Svei þeim forystu-svikurum sem ekki þora að leggja höfuð sitt að veði í baráttunni fyrir réttlátt og mannsæmandi líf verkalýðsins! Mér er algjörlega misboðið!!!

Nú er komið meir en nóg!!!!!!!!!!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2010 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband