Leita í fréttum mbl.is

Vísvitandi ónákvæmni fréttamanna og lögskilnaður hópa innan VG

xv5_1052111.jpgÞað flokkast ekki undir frétt að svokallaðir þremenningar væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar þar sem fyrir hefur legið, frá því fjárlögin voru samþykkt fyrir jól, að þeir myndu verja hana falli ef á reyndi.

Þá þykir mér afar barnalegt hjá fjölmiðlum, að ég ekki segi samfylkingarlegt, að tala allta um ,,þremenninga" í VG sem andófsafl gagnvart ríkisstjórninni þegar nær væri að tala um sexmenninga. Fjölmiðlafólk á að vita, og veit vel, að auk Lilju, Atla og Ásmundar, tilheyra Ögmundur, Jón og Guðfríður Lilja sama andófshópi.

Það er mjög billegt hjá Steingrími að fara alltíeinu núna að tala um að ráherrar, þingmenn og aðrir í forystu flokksins hafi vanrækt svæðisfélög VG og kjósendur og ber fyrir sig risavöxnum verkefnum. Sannleikurinn er sá að Steingrímur og forystan hefur frá stofnun VG aldrei, trúlega af ásettu ráði, lagt neina áherslu á að hlú að nefdum svæðisfélögum. Aftur á móti var á sínum tíma lögð mikil áhersla á að Svavarsvæða flokkinn, sem var mikið óheillaspor og einungis til þess fallið að vekja upp gamla drauga sen komnir voru á ruslahauga sögunnar.

Og deilurnar og flokkadrættirnir innan VG snúast ekki að mestu leyti um evrópusambandsaðildina, þó hún hafi að vísu hleypt illu blóði í marga flokksfélga. Flokkadrættirnir snúast að ekki minna leyti um grundvallaratriði í pókitík, þar á meðal afstöðu manna til kapítalisma og sósíalisma. Það finnst t.d. mörgum eftirtektarvert hve forysta VG hefur verið mjúk á manninn gagnvart fjármagnseigendum, yfirstéttinni, kvótakerfinu, AGS, ESB og kapítalismanum yfir höfuð. Allir þessir hlutir, og fleiri til, hafa gert að verkum að fjöldinn allur af VG-fólki telur sig ekki eiga pólitíska samleið Steingrími og hans hirð og vill lögskilnað frá því fólki og telur að brýnasta verkefnið framundan sé að stofna vinstriflokk sem byggir á klassískum sósíalisma, verkalýðshyggju og stéttarbaráttu. 


mbl.is Segir þingflokk VG styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband