Leita í fréttum mbl.is

Dag nokkurn hurfu Satan og Fólsen

grump.jpgÉg skal fúslega viðurkenna að ég þekki heiðurspiltana Natan og Ólsen ekki neitt. Þeir eru eflaust bestu skinn og hafa áreiðanlega ekki ætlað selja okkur landmönnum bragðvondar og illa þefjandi döðlur sem við hefðum getað orðið veik af og jafnvel dáið. Nei og aftur nei: þessháttar nokkuð hefur ekki vakað fyrir Natani og Ólsen.

Hér áður og fyrr á árunum kannaðist ég lítillega við náunga sem aldrei voru kallaðir annað en Satan og Fólsen. Þessi óvenjulegu nöfn höfðu þeir fengið í verðlaun frá almenningi sökum útlits þeirra og innrætis, framgöngu og sálarþroska. Þetta voru illmenni. Þeirra mottó í lífinu virtist snúast fyrst og síðast um að spilla hjónaböndum, berja menn, já og konur líka, skemma eigur annarra, láta þær hverfa og hræða börn. Þeir voru sem sé hjónadjöflar, þjófar, ofbeldismenn og öfuguggar.

Eins og gefur að skilja þókti fólki íllt að búa við félagana Satan og Fólsen og var mikið rætt hvernig best væri að uppræta slíkt illþýði. En dag nokkurn voru þeir hofnir og hafa aldrei sést síðan; það var eins og jörðin hefði svelgt þá félaga í sig með húð og hári, hreinlega sporðrennt þeim. Að vísu gerði lögreglan einhverja málamyndarannsókn á hvarfi þeirra til að uppfylla lagalega skyldu. En það sknaði þeirra enginn og með því féllu þeir Satan og Fólsen óbættir hjá garði.  


mbl.is Döðlur innkallaðar í varúðarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband