Leita í fréttum mbl.is

Hafvilla Sigurðar drjóla eftir að hann kom að austan

pol1.jpgÆji, ósköp er gott að guðsblessunin han Sigurjón bankastórjóri er laus prísundinni, þrátt fyrir að hann hafi fengið 5, segi og skrifa:fimm, máltíðir á dag hjá eldabuskunni á Hrauninu. Hitt er svo aftur áhyggjuefni hvernig Sigurjón bankastjóri fer að því að eyða kvöldinu í kvöld, því það er ekki hrist framúr erminni að venja sig á nýja siði eftir að hafa verið í varðhaldi.

Sigurður drjóli var eitt sinn sendur í svona vist fyrir austan af því að honum var borið á brýn að hafa barið konuna sína. Þegar þeir slepptu Sigurði var hann svo heillum horfinn að hann rataði ekki heim til sín og varð að brjótast inní Fríkirkjuna til að fá húsaskjó yfir blánóttina. Þegar presturinn mætti til vinnu sinnar um morguninn og sá Sigurð drjóla húka eins og jólasvein undir predikunarstólnum hringdi hann á lögregluna og lét senda Sigurð aftur austurfyrir fjall í gæsluvarðhald.


mbl.is Sigurjóni sleppt úr gæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Kannski var það ekki verjandi með rannsóknar hagsmuni að leiðarljósi að halda feita, ljóta og gráðuga snúðétandi svíninu lengur inni.

Guðmundur Pétursson, 22.1.2011 kl. 00:48

2 Smámynd: corvus corax

Mér finnst að hann hefði átt að klára þessa daga sem hann átti bókaða. Það er ekkert spaug að halda uppi nýtingu ef gestirnir fara í miðri heimsókn. Og svo væri það bara kurteisi við þjóðina. Hvernig er með gaurinn sem stal flatskjánum fyrir austan fjall þarna um daginn. Ætli hann þurfi að klára sitt gæsluvarðhald? Líklega, hann er nefnilega þjófur.

corvus corax, 22.1.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband