Leita í fréttum mbl.is

Augnlok hans eru þung sem blý.

threy1.jpgAðalstarf Jóhannesar Þórs Gunnarssonar í aðstoðarmennskunni við Sigmund Davíð verður það göfuga hlutverk að halda honum vakandi, en Sigmundur Davíð er sem kunnugt ef afar syfjaður maður að hætti Halldósrs Ásgrímssonar. Það getur þó reynst þrautin þyngri fyrir Jóhannes Þór að halda glyrnunum á formanni Framsóknarflokksins opnum því augnlok hans eru þung sem blý rétt eins og sorgirnar sem skáldið orkti um fyrir fjarska löngu síðan.

Þá er og haldið fram að blessuð gamla Framsóknarmaddaman, þó karlæg sé og komin yfrí annan heim fyrir nokkru, hafi áhyggjur, sem líka eru þungar sem blý, af syfju og höfuðþyngslum yfirhúskarls síns og hafi ítrekar komið þeim skilaboðum á framfæri til Sigmundar Davíðs gegnum miðil að fara að venja sig á að taka í nefið, neftóbak að sjálfsöðgu því sú gamla er ekkert gefin fyrir hvíta nefduftið sem kaldir fjármálavíkingar og heljarmenni brúka sér til upplyftinar og gottgjörelsis. Enn sem komið er hefur Sigmundur yfirfjósameistari ekki haft rænu á að fara að ráðum Maddömunnar og því eru augnlok hans jafn þung sem fyrr og drunginn situr í fyrirrúmi, alveg eins og hjá Halldóri Ásgríms.


mbl.is Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er eflaust satt og rétt og nú vonum við að Jóhannes Þór verði ötull að troða tóbaki í nasir fyrirliðans og rífa hann þannig upp úr drunganum.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband