Leita í fréttum mbl.is

Skíði og hross eru vélabrögð Andskotans

ski3.jpgFrá því ég man eftir mér hefi ég haldið því fram að skíði væru framúrskarandi hættuleg verkfæri, sannkölluð vélráð Djöfulsins til að stórslasa fólk og stytta því aldur.

Sama má segja um hestana: Þessi hræðilegu kvikindi hafa slíkan ótölulegan fjölda mannslífa á samviskunni, að líkja má við styrjaldarrekstur gegn mannkyninu. Það kannast flestir við sögur af hrossum sem köstuðu knapa sínum af baki og út í opinn dauðann; eða bykkjurnar sem vaða eins og andskotinn útí vatnsföll með það eitt að markmiði að drekkja mönnunum sem sitja á baki þeirra; auk þess sitja hross um að sparka af alefli í næsta mann, stundum með báðum afturfótunum í einu og þarf víst ekki að fara í grafgötur um hvað fyrir þessum fólsku skepnum vakir með iðju sinni.

En varðandi skíðavandamálið þá kastar fyrst tólfunum þegar kerlingargægsni á sjötugsaldri láta sig hafa að bregða skíðum undir fúna spóaleggina á sér. Nýjasta dæmið um dáraskap af því tagi er undursamleg flugferð Díjönu von Furstenberg á skíðum fyrir skömmu. Enda fór sem fór og kerlingin varð að einni klessu eins og nefið á Gutta forðum.

Þessvegna segi ég: Stofnum samtök gegn skíðum og hrossum og krefjumst þess að umræddum vélabrögðum Andskotans verði komið fyrir eins fjarri fólki og hugsast getur. 


mbl.is Von Furstenberg slasast í skíðaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arnljótur gellini segir mér að skíði séu þarfaþing í snjóalögum og þótt þú sért manna skynugastur í þinni krummaskuð, þá tek ég meira mark á honum. Hross voru lengi vel ígildi skriðdreka í stríðsátökum og naut Alexander miklu góðs af því farartæki þegar hann lagði undir sig veröldina. Hrossin hafa líka verið eitt gagnlegasta landbúnaðarverkfæri sögunnar og man ég vel eftir því þegar Rauður gamli dró plóginn hér í fyrndinni. En þér skuðbúar þurfið vísast hvorki á skíðum né hrossum að halda.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband