Leita í fréttum mbl.is

Skammarlega ranglát verðlaunveiting

cigo_1065969.jpgÞað muna kanske einhverjir stálminnugir menn eftir þegar hundfjandinn Tryggur réðist á húsbónda sinn og beit hann í hnésbæturnar af því honum líkaði ekki við verðlaunin sem húsbóndinn veitti honum fyrir vel unnin störf að saauðfjársmölun.

Eða þegar Kolbeinn Kolbeinsson, skrifstofustjóri, kom augafullur heim rétt fyrir hádegi á laugardag. Hann var ekki fyrr búinn að lauma öðrum fætinum inn fyrir útidyraþröskuldinn þegar frú Ingveldur rak honum þvílíkt bylmingshögg á ranann með tuttugu og tveggja tommu flatskjá að Kolbeinn kastaðist úti blómabeð.

Svo eru aðrar verðlaunaveitingar veittar í þeim fróma tilgangi að gera lítið út verðlaunahafanum, eða höfunum ef um fleiri en einn er að ræða. En það er víst best að tala sem minnst um það.

Nú, svo eru þeir víst farnir að verðlauna kennara, sem láta eftir sér að klæmast dulítið opinberlega, með áminningu. Og sýnist víst sitt hvejum um það uppátæki.

En eitthvað finnst mér það dularfullt að DV skuli veita ,,menningarverðlaun" í ljósi þess að DV er hvað þekktast fyrir lágmenningu. Þar af leiðir að (lág) ,,menningarverðlaun" DV hjóta að vera því sem næst andstæðan við raunveruleg menningarverðlaun. Það hlýtur því að vera afskaplega gruggug vegsemd að vera heiraður af DV í nafni menningar. 


mbl.is Herdís fékk heiðursverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Herdís er náttúrulega besti vinur bændanna... ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2011 kl. 20:59

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Síðast þegar ég vissi var Herdísi eitthvað uppsiga við sauðkindur, vildi þær allar sem eina að mér skildist í sláturhús.

Jóhannes Ragnarsson, 2.3.2011 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband