Leita í fréttum mbl.is

Frú Strauss Kahn lætur bandaríkjamenn ekki ljúga að sér

Skohh, piltar mínir, hún hérna frú Stráss Kan er ekkert gefin fyrir að láta ljúga að sér einhverjum óþverrasögum um eiginmann sinn, herra Stráss Kan. Hún ætti að þekkja hann manna og kvenna best og veit sem er að eignmaður henner myndi aldrei koma þjótandi eins og eldibrandur útaf klósettinu, með allt á hælunum eða jafnvel kvikberrassaður, og einhenda sér aftanað afrísk-amrískri herbergisþernu og neyða hana til óguðlegra athafna á herbergisgólfinu miðju. Enda hefur herra Stráss Kan aldrei látið svona við frú Stráss Kan; frúin hefur meira að segja lýst því yfir að bóndi henna sé ætíð afar friðsamur þegar hann kemur útaf baðherberginu á heimili þeirra hjóna.

Einhverju sinni var maður að nafni Arnfreður Skúlason frá Egilsstöðum kærður fyrir að hafa pissað í blómapott sem stóð við enda á gangi í hóteli einu í Reykjavík. Engin sjónarvottur var að atvikinu, nema blind og elliær kerlingarskrukka, sem sagðist hafa staðið í herbergisdyrum sínum og heyrt Arnfreð kasta af sér vatni í áðurnefndan blómapott. Nú, Arnfreður fékk að dúsa í gæsluvaðhaldi í þrjá daga útaf þessu, eða allt þar til elliæra kerlingarskrukkan viðurkenndi að það hefði verið hún sjálf sem pissaði í blómapottinn.


mbl.is Telja pólitíska ferlinum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svo eru menn að tala um reykinga fasisma.

Magnús Sigurðsson, 16.5.2011 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband