Leita í fréttum mbl.is

Hræðileg samskipti bréfbera og hunda eru lítt til fyrirmyndar

Það eru því miður, aðrir segja sem betur fer, margar óhugnanlegar sögur til af samskiptum bréfbera og hunda. Til að mynda hvarf bréfberi nokkur í Hafnarfirði algjörlega fyrir nokkrum árum við störf sín. Ekkert varð sannað um skyndilegt brotthvarf bréfberans, en talið er víst að tík af þýsku fjárhundakyni hafi banað honum og étið. Þá stökk grimmur rottuhundur á blaðburðarkonu í Laugarneshverfinu og beit af henni bæði eyrun og færði húsbónda sínum. Ekki var síðra þegar Kristján póstdreifingarmaður Hallsson á Akranesi drap tvo kjölturakka, sem geltu að honum, með hamri og tróð líkunum af þeim innum bréfalúguna ásamt pósti sem stílaður var á heimilisfang hundanna.

Það verður því að kallast vel sloppið hjá konunni í Mosfellsbæ að sleppa tvífótbrotin og kviðbitin frá dalmatíuhundinum sem hún lenti í höggi við.


mbl.is Hundur beit bréfbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hvað eru líka þessar póstburðarkerlingar að flækjast út um allar bæjargötur?  Það er búið að leysa póstþjónustuvanda sveitarinnar, þ.e.a.s., þeirrasem búa lengst frá þjóveginum með þeim hætti, að pósturinn er settur í póstkassa sem er við afleggjarann heim til þeirra, sérstaklega ef það eru margir kílómetrar til þeirra, og þeir verða síðan að sækja póstinn sinn sjálfir og geta haft hundana sína með sér ef þeir vilja.  Enginn póstburðarmaður bitinn... og málið leyst.

Má ekki gera þetta í Mosfellsbæ?  Þeir sækja bara póstinn á pósthúsið sjálfir?  Hvers eiga blessaðir hundarnir að gjalda?  Póstkerlingar að flækjast um á yfirráðasvæði þeirra?  Ja, svei.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 17.5.2011 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband