Leita í fréttum mbl.is

Meðvirknisgrátkór heldur konsert í minnismerki Hrunsins

Borgarastéttin á Íslandi virðist líta á réttarhöldin yfir Gjeir Haaarde mun alvarlegri augum en flesta hefði órað fyrir. Það er engu líkara en borgarastéttin eins og hún leggur sig liggi endilöng á höggstokknum og reyni nú í allsherjarfáti gera allt til að sleppa við öxina.

Og það er ekki annað hægt en að hlægja að þessum buslubrögðum forréttindafólksins, sem hefur það meðal annars á samviskunni að hafa staðið þétt að baki stjórnmálamönnum frjálshyggjuöfgana, bankaræningjanna og peningageðsjúklinganna með an þeir voru að koma efnahag landsins fyrir kattarnef. 

Nú stingur þetta vandræðafólk upp kollinum í tónlistarhúsinu Hörpu, sem er einhver áþreifanlegasti minnisvarðinn um óhóf, sukk og siðblindu borgarastéttarinnar, og upphefur hræsnisfullan meðvirknis grátkonsert til dýrðar einum helsta hrunsmeistaranum úr hinum pólitíska armi auðvaldsins, Gjeir Haaarde.

Og nú dugar ekki minna en að reyna að spila á alla þá strengi siðblindunnar sem hugsanlega gætu mjakað fleirum til meðvirkni með þeim öflum þjóðfélagsins sem niðurlægðu okkur og komu okkur á kaldan klaka. 

Ég vona að allir sæmilega hugsandi menn láti ekki þvætting eins og tal um pólitíska aðför að Gjeir Haaardi, óréttlæti í hans garð og skaleysisfjas hans, villa um fyrir sér.

Og að lokum: Hvað hefði verið sagt ef enginn hinna bersyndugu stjórnmálmanna frjálshyggju- og hrunstímabilsins hefði þurft að svara til saka fyrir dómstóli?  


mbl.is „Geir á sanngirni skilda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hefði viljað sjá þau þarna með honum Ingibjörgu Sólrúnu Árna Matt, Björgvin Sig, Jóhönnu Sig, Össur Skarphéðinsson, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.  Það að þarna standi eitt karlhræ er til skammar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2011 kl. 21:37

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég lít nú þannig á, að það sé þó skárra að eitt karlhræ standi reikningskil gjörða sinni fyrir Landsdómi en enginn.

Að hinu leytinu er ég sammála þér Ásthildur.

Jóhannes Ragnarsson, 7.6.2011 kl. 21:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og þar með fær þetta karlhræ óendanlega samúð landans því eins og við vitum þá eru íslendingar með meðvirknustu þjóðum heims.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2011 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband