Leita í fréttum mbl.is

Flokksbróðir fjármálaráðherra

xv9_1068004.jpgHohohojjjj ... auðvitað er Steingrímur hörmum sleginn, að ekki sé sagt þörmum veginn, yfir því að ráðning flokksbróður hans í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins hefur leitt til þess að stjórn Bankasýslunnar greip til þess óyndisúrræðis að segja af sér.

Nú, fyrst stjórn Bankasýslunnar er hlaupin fyrir björg, má reikna með því að Páll Magnússon, framsóknarmaður og flokksbróðir fjármálaráðherra, hlaupi fyrir líka fyrir sömu björg. En fjármálaráðherra er séður fugl og á, ef að líkum lætur, fáein fullmektug dekurdýr uppí erminni til að manna stjórn Bankasýslu ríkisins.

En þó að Páll Magnússon framsóknarmaður falli milli skips og bryggju með öllum þeim hörmungum sem slíkum atburði fylgir, er björninn síður en svo unninn. Eftir er að taka í hnakkdrambið á Páli Magnússyni útvarpsstjóra og auðvaldsdindli og sparka honum veg allrar veraldar úrúr húsakynnum Ríkisútvarpsins, áður en honum tekst að vinna fleiri spjöll þar innandyra.

En það er líklega heldur mikið fyrir harma og þarma framsóknarmannsins í forstjórastóli Vinstri grænna að missa tvo Pála Magnússyni úr elítuhirð Gamla Íslands, sem Steingrími hefur tekist, góðu heilli, að endurreisa af gífurlegri harðfengi og dugnaði. 


mbl.is Harmar afsögn stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er orðið um fátt annað að velja fyrir ykkur eðalkommana, en að tjarga dýrið, velta honum upp úr bómullar hnoðrum og henda síða fyrir björg.

Magnús Sigurðsson, 24.10.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jóhannes, ég gerist æ latari við að tjá mig á blogginu en hef þess meira gaman af að lesa beitta penna eins og þig. Tveimur flokksbræðrum þeirra Páls Magnússonar og Steingríms Jóhanns þeim Axeli Jóhanni Axelsyni og Sigurði Þorsteinssyni rann auðvitað blóðið til skyldunnar að láta sem þeir væru ósáttir við SJS sem þeir þó slógu skjalborg um.

Líttu  á þetta þér til gamans.

Sigurður Þórðarson, 24.10.2011 kl. 21:12

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það getur stundum verið gaman að látalátunum í Axeli Jóhanni og Sigurði Þorsteinssyni, þeir eru oft svo óborganlega önugir.

Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband