Leita í fréttum mbl.is

Frú Ólína og frú Ingveldur leituđu og leituđu ...

kol5Ólína Ţorvarđardóttir tók af miklum krafti ţátt í leitinni ađ sćnska manninum, ekki vantađi ţađ.  En međan ađrir létu sér nćgja ađ leita á Sólheimajökli, leitađi Ólína sem óđ vćri um hlíđar Hofsjökuls og fann fátt og lítiđ, sem vonlegt er.

Í gćr fór líka fram önnur dauđaleit, sem vakti enga athygli fjölmiđla. Ţví miđur. Ţví ţađ var merkileg leit og mikiđ í húfi. Og ekki vantađi ađ ţađ vćri mađur sem leitađ var ađ.

Ţannig var nefnilega mál međ vexti, ađ Kolbeinn skrifstofustjóri Kolbeinsson skilađi sér ekki heim eftir vinnu á föstudag og hóf eiginkona hans, frú Ingveldur, ţegar í stađ eftirgrenslan um ferđir hans. Uppúr hádegi í gćr var Kolbeinn ekki enn fundinn og ekkert til hans spurst og herti ţví frú Ingveldur leitina svo um munađi. Ţrćddi hún af miklum dugnađi allar knćpur á höfuđborgarsvćđinu, sem og ađrar svínastíur og bćkistöđvar ţeirra portkvenna sem hún kunni skil á. En allt kom fyrir ekki; enginn Kolbeinn var nokkursstađar sjáanlegur og enginn vildi viđ kannast, ađ hafa séđ ţann mann nýlega, - sem betur fer, bćttu allmargir viđ.

En klukkan ţrjú, síđastliđna nótt, - klukkan ţrjú, - fann frú Ingveldur svo eiginmann sinn harla fáklćddann á Dirty Night á Players í félagsskap ekki ómerkara fólks en Indriđa handređs og Máríu borgargagns. Ţessi ţrjú ţokkahjú höfđu ţá komiđ sér einkarvel fyrir undir borđi í mjög skuggsýnu horni og höfđu fyrir stafni verknađ, sem međ góđri samvisku má kalla hórdómsiđju og höfđu dregiđ međ sér undir borđiđ kófdrukkna skjátu, vart af unglingaldri.

Varla ţarf fram ađ taka, ađ frú Ingveldur hóf borđiđ ofan af hórdómsgćgsnunum, ţví hún er hefnigjörn og illskeytt, og lét ţađ ganga á ţeim ţar til hún sá ekki betur en allir vćru fallnir í öngvit. Svo kom lögreglan og fjarlćgđi hina međvitundarlitlu fjórmenningaklíku og handtók frú Ingveldi fyrir ofbeldi á almannafćri og fyrir ađ hafa raskađ allsherjarreglu á heiđarlegum skemmtistađ.

Af ţessum ósköpum má draga ţá ályktun, ađ ţeim frćnkum, frú Ingveldi og frú Ólínu, sé ýmislegt betur gefiđ en ađ leita ađ týndu fólki.


mbl.is „Ţurfti ekki ađ fara svona“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband