Leita í fréttum mbl.is

Frú Ólína og frú Ingveldur leituðu og leituðu ...

kol5Ólína Þorvarðardóttir tók af miklum krafti þátt í leitinni að sænska manninum, ekki vantaði það.  En meðan aðrir létu sér nægja að leita á Sólheimajökli, leitaði Ólína sem óð væri um hlíðar Hofsjökuls og fann fátt og lítið, sem vonlegt er.

Í gær fór líka fram önnur dauðaleit, sem vakti enga athygli fjölmiðla. Því miður. Því það var merkileg leit og mikið í húfi. Og ekki vantaði að það væri maður sem leitað var að.

Þannig var nefnilega mál með vexti, að Kolbeinn skrifstofustjóri Kolbeinsson skilaði sér ekki heim eftir vinnu á föstudag og hóf eiginkona hans, frú Ingveldur, þegar í stað eftirgrenslan um ferðir hans. Uppúr hádegi í gær var Kolbeinn ekki enn fundinn og ekkert til hans spurst og herti því frú Ingveldur leitina svo um munaði. Þræddi hún af miklum dugnaði allar knæpur á höfuðborgarsvæðinu, sem og aðrar svínastíur og bækistöðvar þeirra portkvenna sem hún kunni skil á. En allt kom fyrir ekki; enginn Kolbeinn var nokkursstaðar sjáanlegur og enginn vildi við kannast, að hafa séð þann mann nýlega, - sem betur fer, bættu allmargir við.

En klukkan þrjú, síðastliðna nótt, - klukkan þrjú, - fann frú Ingveldur svo eiginmann sinn harla fáklæddann á Dirty Night á Players í félagsskap ekki ómerkara fólks en Indriða handreðs og Máríu borgargagns. Þessi þrjú þokkahjú höfðu þá komið sér einkarvel fyrir undir borði í mjög skuggsýnu horni og höfðu fyrir stafni verknað, sem með góðri samvisku má kalla hórdómsiðju og höfðu dregið með sér undir borðið kófdrukkna skjátu, vart af unglingaldri.

Varla þarf fram að taka, að frú Ingveldur hóf borðið ofan af hórdómsgægsnunum, því hún er hefnigjörn og illskeytt, og lét það ganga á þeim þar til hún sá ekki betur en allir væru fallnir í öngvit. Svo kom lögreglan og fjarlægði hina meðvitundarlitlu fjórmenningaklíku og handtók frú Ingveldi fyrir ofbeldi á almannafæri og fyrir að hafa raskað allsherjarreglu á heiðarlegum skemmtistað.

Af þessum ósköpum má draga þá ályktun, að þeim frænkum, frú Ingveldi og frú Ólínu, sé ýmislegt betur gefið en að leita að týndu fólki.


mbl.is „Þurfti ekki að fara svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband