Leita í fréttum mbl.is

Hún þarf að venja sig á að nota neftóbak

kol_1046484.jpgFyrst aumingja kerlingin hún Margét Gauja getur ekki farið á barinn í Hafnarfirði fer hún auðvitað á knæpuna í Vestmannaeyjum eða Hornafirði. Ef það gengur ekki heldur, veður hún að láta sér nægja að fá sér í staupinu bak við gardínur heima hjá sér og dansa við ísskápinn undir glymjandi tónlist Bylgjunnar eða Rásar 2.

Þá væri reynandi fyrir fyrir þennan geysivinsæla stjórnmálaskörung, að venja sig á að nota neftóbak til að auka sér enn meiri alþýðuhylli. Það gerði Gvendur sálugi jaki með góðum árangri. Síðar fór Össur Sckarp að brúka svo mikið tóbak, að nefið á honum varð hárautt eins og hanakambur.

Þá ruglar Margrét Gauja saman ákveði og frekju, eins og ævinlega gerist hjá stjórnmálafólki sem er á leið í hundana. Einn daginn sitja þannig eintök uppi með að enginn vill heyra þau né sjá; þau eru talin spillt og eigingjörn. Loks hverfa þau af sjónarsviðinu og eru samstundis gleymd eins og hverjir aðrir leiðinlegir timburmenn og enginn minnist á þau framar. Þessháttar örlög erukölluð ,,farsæll stjórnmálaferill" einkum vegna þess, að allir eru svo ljómandi glaðir með að viðkomandi sé horfinn af sjónarsviði stjórnmálanna.


mbl.is Bítur á jaxlinn og lætur vaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ sumir taka sjálfa sig allof alvarlega.  Og komast svo að því að þau eru missandi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2011 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband