Leita í fréttum mbl.is

Farin að minna á geðlausar lurður

_gust_a_motmaela.jpgÉg er sammála Guðfríði Lilju með það að brottrekstur Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn eru mikil mistök þeirra sem að honum stóðu, og auðvitað var Jón beittur ógeðfelldum rangindum. Ef Jón hefði verið auðsveipur Jóhönnu og Steigrími í ESB-málinu væri hann örugglega enn ráðherra. En Jón fékk að gjalda skoðanna sinna, sem um leið er stefna flokksins sem hann starfar fyrir, og því fór sem fór. Þetta er afar sorgleg niðurstaða og til skammar fyrir forystu VG.

En það er líka stórundarlegt hvað fólk eins og Guðfríður Lilja, - já, og Ögmundur Jónasson, - geta látið bjóða sér. Þau eru satt að segja farin að minna óþyrmilega á geðlausar lurður án nokkurrar pólitískrar reisnar. Skilur þetta fólk ekki að VG er búið spil og að ríkisstjórnin sem þau fórna öllu fyrir er púra hægristjórn? 

Mín nýársósk er, að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason taki sig saman í andlitinu og yfirgefi VG og ríkisstjórnina og gangi til liðs við alþýðuna í landinu. Hafi þau ekki kjark til þess, bíður þeirra fátt annað pólitísk niðurlæging í fangi auðvaldsins, óréttlætisins og rangsleitninnar. Þeirra er völin.


mbl.is „Mér finnst þetta rangt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Er nokkuð viss um að fleiri en þau þrjú séu á sömu skoðun en kosið að hafa lokaðan munni.

Rauða Ljónið, 31.12.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála geðlausar luðrur er sennilega rétta orðið yfir þetta.  En jafnvel geðlausum luðrum getur ofboðið einn góðan veðurdag.  Það vona ég að gerist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 13:09

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég held að Jón Bjarnason sé með meira fylgi en Ríkistjórnin. Það skildi þó aldrei vera að Jón Bjarnarson framkvæmi hallarbyltingu í VG

Brynjar Þór Guðmundsson, 31.12.2011 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband