Leita í fréttum mbl.is

Kennir Guði Almáttugum um Hrunið

god2Helvítis ansans ósköp er Einsi Gvöfinns orðinn vel að sér í stjórnmálafræðum; hann hreinlega leiftrar uppljómun andans oft á dag, og flóknustu hlutir liggja þá fyrir honum eins og opin bók.

Nú hefur þessi rammi hugsuður komist að því, að Samfylkingin og VG séu klofin ofaní rót og vilji þar af leiðandi ekki kosningar. Og til að bæta um betur fullyrðir Einsi að Jóhanna Sig sé ófær um að leiða Samfylkinguna.

Það er ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga annan eins andans jöfur og Einsa Gvöðfinns.

Ég man líka eftir öðrum Einsa. Sá var og er kallaður Einsi kroppur. Kroppsnafnið mun ekki eiga sér uppruna í íturlegu vaxtarlagi kappans, en slíku atgerfi var ekki til að dreifa í hans tifelli.

En Einsi kroppur hefur alla tíð búið að sérstakri náðargáfu. Það er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessi guðsblessaða náðargáfa hefur nú knúið Einsa kropp til að flytja búferlum til Noregs, af því að fínu lánin hans hækkuðu svo furðulega mikið eftir Hrunið sem Sjálfstæðisflokkurinn hans færði honum. Svo einkennilega vill þó til, að Einsa kroppi er fyrirmunað að sjá samhengið milli hækkun lánanna, Hrunsins og Sjálfstæðisflokksins. Hann kennir nefnilega öllu öðru en Sjálfstæðisflokknum um ófarir sínar. Nú síðast dró hann Guð Almáttugan inní málið og kenndi honum um allt svínaríið.


mbl.is Segir Jóhönnu ófæra um að leiða Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held nú eiginlega að þetta sé alveg hárrét hjá honum og hefur blasað við nokkuð lengi.  Sumum finnst það bara sárt að þessi ákveðni maður bendi á það.  Annars má segja það sama um Sjálfstæðisflokk og jafnvel Framsókn líka.  Fjórflokkurinn er að liðast í sundur og það er vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2012 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband