Leita í fréttum mbl.is

Eldvatn, hóruhús og steikur á kostnað skattgreiðenda

fool3.jpgTil hvers er maðurinn að biðja útjaskað möppudýralið afsökunar á því að hafa sagt því til syndanna? Það er satt að segja fáránlegt í meira lagi, svo vægt sé til orða tekið, og það svo að ætla mætt að kviknað hafi í höfðinu á manninum. Það kvað nefnilega vera margsannað, að viss tegund prumhænsna er sérlega sólgin í að liggja á hótelum á kostnað skattgreiðenda og er alltaf á höttunum eftir ferðum sem innihalda þessháttar lúxus.

En sérstaklega eru þó einstaklingar með kratablóð í æðunum æstir í svona ferðir, ekki síst til Brussel, þar sem þeir drepa tímann með því að innbyrða eldvatn, fara á hóruhús og éta steikur, - allt á kostnað íslenskra skattgreiðenda.

Að biðja svona fénað afsökunnar, er sem fyrr segir fáránlegt, og ætti Ögmundur því að gera bragarbót á ráði sínu og biðja skattgreiðendur afsökunnar á því að hafa beðið hið hótelliggjandi möppudýralið afsökunar.

Og í gær sagði glöggur kunningi mér frá því, að hann fyndi ævinlega sérlega hvimleiða hlandlykt af brusselferðalöngunum alræmdu og tæki sú pest kattarhlandslykt fram hvað varðar klígjulegan óþef. 


mbl.is Ögmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ég lít á þetta sem endurorðun á sama hlut....boðskapurinn stendur ennþá skýr og beittur þarna!

Ellert Júlíusson, 31.1.2012 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband