Leita í fréttum mbl.is

Greip ítrekað í klofið

ball_1132817.jpgÞað er trúlega mikill kostur fyrir eina grátvolaða knattspyrnukvennsu að vera útbúin með haus sem hringsnýst eins og þyrluspaði. Þessi góði kostur nýtist vel í skallaeinvígum og þá ekki síður í sturtunni á eftir leik.

Á sínum yngri árum lék frú Ingveldur knattspyrnu af þó nokkrum myndarbrag og gat hún samt ekki snúið höfði sínu nema einar 180 gráður. Síðasta verk hennar á knattspyrnuvellinum var að misþyrma dómaranum eftir að hann gaf henni gula spjaldið fyrir að klípa mótherjana ítrekað í klofið með lostabros á vör. Eftir það atvik var frú Ingveldur dæmd í ævilangt keppnisbann.

En boltasúlkan með hausinn sem hringsnýst þarf sam ekki að örvænta, svo framarlega sem hún grípur ekki til sömu ráða og urðu frú Ingveldi að falli á leikvellinum á sínum tíma. 


mbl.is Hólmfríður: Hausinn á mér hringsnýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband