Leita í fréttum mbl.is

Skrípalingur hrunsins

ös1Ţađ má merkilegt heita, ađ helsti skrípalingur hrunstjórnarinnar 2008 sé enn ađ sem ráđherra, og rífandi kjaft í ţokkabót ţrátt fyrir ađ hafa nákvćmlega engin efni á ţessháttar munađi. Ţađ er til algjörrar skammar fyrir land og ţjóđ, ađ Össuri Skarphéđinssyni og Jóhönnu Sigurđardóttur sé telft fram, ár eftir ár, sem langsamlega valdamestu ráđherrum Samfylkingarinnar. Ţađ sýnir hinsvegar sýnir en nokkuđ annađ, ađ aldrei stóđ til neitt uppgjör viđ Hruniđ, frjálshyggjuna og hina hćgrisinnuđu valdablokk í landinu af hálfu Samfylkingarinnar og VG. Ţetta óvandađa drasl, sem situr eins og ekkert sé í stjórnarráđinu, er nefnilega hluti af samtryggingarkerfi borgarastéttarinnar, Fjórflokksins, og ekki punktur né komma umfram ţađ.

Og ţegar Ögmundur Jónasson reynir af veikum mćtti ađ standa í lappirnar gagnvart spilltustu ráđherrum ríkisstjórnarinnar međ ţví ađ gera kröfu um ađ bundinn verđi endi ESB-fíflaganginn fyrir nćstu alţingiskosningar, fer skrípalingurinn Össur Skarphéđinsson ađ ţvćla um villiketti. Heldur ţetta auma mannkerti ađ samtímafólk hans sé eitt allsherjar samansafn af blábjánum sem óhćtt sé ađ glenna óćđri endann framaní hvar sem er og hvenćr sem er? Til hvers í fjandanum eigum viđ almenningur ađ láta bjóđa okkur svona giljagaur á ráđherrastóli öllu lengur?

Ég tek undir međ Ögmundi Jónassyni, ađ ESB-dćmiđ verđi lagt í hendur kjósenda áđur en gengiđ verđur til nćstu alţingiskosninga. Ég geri líka ţá kröfu til Ögmundar, ađ hann fylgi ţessu máli eftir af fullri einurđ og láti brjóta á ţví ef ekki vill betur, - já og fleiri málum.

Ţađ yrđi Ögmundi og hans baklandi til mikils álitsauka, ef hann tćki ríkisstjórn hinna gjörspilltu ekkivinstrimanna og snéri hana út hálsliđnum eins og gćsastegg. Raunar er ţađ söguleg nauđsyn ađ svona blekkingastjórn sé slegin af.

Ţátttaka VG í ríkisstjórn strax eftir hrun var ófyrirgefanlegt asnspark ţegar haft er í huga ţađ hlutverk sem kjósendur flokksins ćtluđu honum Enda á ţetta asnaspark eftir ađ verđa flokknum dýrt. Eins og stađan er í dag, er fátt sem bendir til annars en ađ Vinstrihreyfingin grćnt frambođ sé ađ líđa undir lok. Ţessi flokksnefna er ekki fulltrúi eins eđa neins, á sér ekkert hlutverk annađ en ađ fóđra fáeina óheiđrarlega flokkseigendur.

Í ljósi óhjákvćmilegra endaloka VG, eiga raunverulegir sósíalistar og verkalýđssinnar ekki annars úrkosta en ađ setjast niđur og hugsa sinn gang. Á hinum sósíalíska vćng íslenskra stjórnmála er mikiđ tómarúm, sem okkur sósíalistum ber ađ fylla. Og ţađ skulum viđ gera - eđa hvađ?

 


mbl.is Villikettir VG komnir á kreik
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Góđur.. gastu ekki fundiđ nýlega mynd af kappanum  Tek annars undir hvert orđ.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 27.2.2012 kl. 11:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Strípalingurinn Össur segist ćtla ađ koma međ besta fáanlegan samning heim Ég á ţá ósk heitasta ađ hann komu alls ekki heim,drullist til ađ vera ţarna úti og skipti um ríkisfang. Ögmundur hefur áttađ sig á skađsemi ţessa stefnulausa samstarfsflokks,hann lćtur ekki ţar viđ sitja, heldur snýst til varnar ţjóđ sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2012 kl. 14:24

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ţetta er klassísk mynd af Össuri. Ef svo einkennilega mun vilja til ađ einhver umfjöllun verđur um karlinn í námsefni grunnskólabarna eftir 500 ár ţá mun ţessi mynd fylgja ţeirri umfjöllun, önnur ekki.

Ţađ er öngum blöđum um ađ fletta, ađ Össur kemur jafnberrassađur heim frá ESB-samningunum og hann er á myndinni atarna.

Jóhannes Ragnarsson, 27.2.2012 kl. 14:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já ég meinti nú ađ hann er allof grannur á ţessari mynd.  Held ađ ţađ sé meiri svíri og ístra á karli en ţetta. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 27.2.2012 kl. 15:56

5 Smámynd: Hörđur B Hjartarson

Mikiđ lifandis skelfingar ógn og býsn vildi ég geta veriđ ţér ósammála , Jóhannes , en ţađ er lífsins ómögulegt , nema ţá helst ţađ ađ lengi getur vont versnađ , og skíthrćddur er ég um , ađ ţađ ćtti viđ , ef ţessi merkikerti , sem nú eru viđ stjórnvölinn , hrökkluđust frá völdum , ţví ţađ er nćsta víst ađ ekki er Engeyjarbarniđ betra , hvađ ţá annađ hyski í FL-fokknum , máliđ er ađ ţađ er ekki um auđugan garđ ađ gresja , og sandkassaleikurinn stendur enn .

Hörđur B Hjartarson, 1.3.2012 kl. 15:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband