Leita í fréttum mbl.is

Ţađ er vont ađ líta út eins og belja, verra er ţó ađ líta út eins og viss kvenráđherra

xbFrá ţví frú Ingveldur vaknađi í morgun hefur henni liđiđ akkúrat eins og vesćlli, illra hirtri og illa fóđrađri belju; eiginlega hefur henni liđiđ eins og einni af hinum svívirtu kúm í bölvuđu ekkisens Framsóknarfjósinu, en nautgripir ţar á bć hafa jafnan fengiđ ađ finna til tevatnsins af hálfu húskarla gömlu Framsóknarmaddömunnar. Og ţví miđur hafa griđkvendin á sama bć ekki veriđ beinlínis hliđhollar aumingja blessuđum skepnunum í ţessu hryllilega óbótafjósi. En ekki meir um ţađ - í bili.

En frú Ingveldur. Já. Frú Ingveldur og hennar líđan í dag. Ţađ er semsé mergurinn málsins: Eftir ađ hafa látiđ vađa á súđum alla helgina, vaknađi frú Ingveldur sem sagt upp í morgun hefur henni liđiđ eins og belju. Og í ţau örfáu skifti, sem henni hefur orđiđ á ađ líta í spegil, hefur hún séđ fyrir sér heilhakkađa belju, mykjublandađa. Ţví afréđ hún um hádegisbil, ađ mölbrjóta alla spegla í húsinu.

kol30_1223755.jpgEkki bćtti úr skák fyrir frú Ingveldi ţegar hún fann Brynjar Vondulykt vínandadauđan á búrgólfinu í hvítri skyrtu einni klćđa og viđ hliđ hans var andstyggilega íllţefjandi hrúga af einhverju sem ekki er rétt ađ nefna frekar.

Ţegar frú Ingveldur rakst óforvandis á Brynjar Vondulykt í hinu kórrétta lágrétta ölćđisástandi, varđ henni ójálfrátt á orđi, ađ hún hefđi mátt vita ađ hún vćri ađ kaupa rottuna í sekknum ţegar hún hleypti ţessari endemisskepnu inn í gleđskapinn, síđastliđiđ föstudagseftirmiđdegi.

Afturámóti hafa Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og Máría Borgargagn veriđ týnd og tröllum gefin í allan dag og er mjög á reiki hvar ţau kunna ađ vera niđurkomin. En ef frú Ingveldi myndi hugkvćmast ađ líta útí bílskúr fengi hún ađ sjá hvernig ódrepandi gleđipinnar fara ađ í algjöru berrassínustandi á mánudegi.

Ađ öllu samanlögđu er ljóst hve alvarlegt ţađ er fyrir viđkvćmar kvensálir ađ finnast ţćr líta út fyrir ađ vera eins og beljur. En verra er ţó ţegar ţessar brothćttu sálir fá á tilfinninguna ađ ţćr séu nákvćmlega eins útlits og viss kvenráđherra í ríkisstjórn íslenska lýđveldisins.


mbl.is „Ég lít út eins og belja“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband