28.12.2013 | 11:10
Lögreglan stingur fingri í rangan þumal og fangelsar alsaklausa konu
Það er enn á fárra vitorði hver sú kona er sem rotaði dyravörðin í nótt. Hér með skal upplýst, að þar var að verki engin önnur en frú Ingveldur og var það henni mikil ánægja að sjá dyragæslumanninn lyppast niður eins og blautt handklæði eftir að hafa greitt honum kjaftshöggið góða. Hinsvegar er konugarmurinn sem situr bak við lás og slá, grunuð um verknaðinn, alsaklaus af þessari fögru uppákomu og kom það hvergi við sögu að öðru leyti en því að hún var handtekinn af lögreglu.
Aðdragandi málsins var á þáð leið, að frú Ingveldur var að leita að eiginmanni sínum, herra Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra, en hann hafði horfið sporlaust af heimili sínu í gærkvöldi ásamt Óla Apaketti. Taldi frú Ingveldur út frá gamalli reynslu að brotthvarf þeirra félaga benti til að þeir væru farnir á kvennafar. Því tók hún sig upp og hóf leit að eiginmanni sínum á þeim óþverraknæpum sem hórdómsbesefar af hans kalíberi leggja helst leið sína á í von um skyndikynni við vafasamar kventuðrur. Í dyrum einnar þessarar saurlífiskompu stóð útblásin dyravörður þegar frú Ingveldi bar að garði og ætlaði piltur sér þá dul að hefta för hennar og fékk að launum svo þungt högg á trýnið að hann hné niður í fullkomnu öngviti. En frú Ingveldur óð inná knæpuna og stóð þar eiginmann sinn Kolbein Kolbeinsson að verki í andstyggilegum faðmlögum við þrautpínda lekandagrýlu. Frú Ingveldur hafði engar vöflur á, greip aftaní hálsmál Kolbeins og hinnar bersyndugu kvinnu og sló hausum þeirra saman af slíku afli að bæði tvö svifu eins og englar inná sama tilverusvið og hinn steinrotaði dyravörður. Að svo búnu dró frú Ingveldur eiginmann sinn á annarri löppinni út bakdyramegin. En gestir veittu því eftirtekt, að Kolbeinn var mjög lausgyrtur, með brækur fyrir neðan þjóhnappa, en frú Ingveldur sinnti því engu og hvarf á braut með feng sinn eins og hann kom fyrir af skepnunni.
Afturámóti varð lögreglunni heldur betur á í messunni þegar hún kom á vettvang. Dyravörðurinn lá að sönnu meðvitundarlaus á stéttinni svo óhjákvæmilegt var fyrir lögregluþjónana að handtaka einhvern á staðnum. Þeir gripu því til þess ráðs að handtaka blindfulla kéllíngarboru sem stóð álengdar og vistuðu hana í fangaklefa,grunaða um að hafa veitt dyraveðinum áverka svo að hann missti meðvitund. Sennilega verður konuveslingurinn ákærð fyrir að hafa ætlað sér að granda dyraverðinum og í framhaldinu dæmd til langrar betrunarhúsarvistar af héraðsdómi og Hæstarétti.
Aðdragandi málsins var á þáð leið, að frú Ingveldur var að leita að eiginmanni sínum, herra Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra, en hann hafði horfið sporlaust af heimili sínu í gærkvöldi ásamt Óla Apaketti. Taldi frú Ingveldur út frá gamalli reynslu að brotthvarf þeirra félaga benti til að þeir væru farnir á kvennafar. Því tók hún sig upp og hóf leit að eiginmanni sínum á þeim óþverraknæpum sem hórdómsbesefar af hans kalíberi leggja helst leið sína á í von um skyndikynni við vafasamar kventuðrur. Í dyrum einnar þessarar saurlífiskompu stóð útblásin dyravörður þegar frú Ingveldi bar að garði og ætlaði piltur sér þá dul að hefta för hennar og fékk að launum svo þungt högg á trýnið að hann hné niður í fullkomnu öngviti. En frú Ingveldur óð inná knæpuna og stóð þar eiginmann sinn Kolbein Kolbeinsson að verki í andstyggilegum faðmlögum við þrautpínda lekandagrýlu. Frú Ingveldur hafði engar vöflur á, greip aftaní hálsmál Kolbeins og hinnar bersyndugu kvinnu og sló hausum þeirra saman af slíku afli að bæði tvö svifu eins og englar inná sama tilverusvið og hinn steinrotaði dyravörður. Að svo búnu dró frú Ingveldur eiginmann sinn á annarri löppinni út bakdyramegin. En gestir veittu því eftirtekt, að Kolbeinn var mjög lausgyrtur, með brækur fyrir neðan þjóhnappa, en frú Ingveldur sinnti því engu og hvarf á braut með feng sinn eins og hann kom fyrir af skepnunni.
Afturámóti varð lögreglunni heldur betur á í messunni þegar hún kom á vettvang. Dyravörðurinn lá að sönnu meðvitundarlaus á stéttinni svo óhjákvæmilegt var fyrir lögregluþjónana að handtaka einhvern á staðnum. Þeir gripu því til þess ráðs að handtaka blindfulla kéllíngarboru sem stóð álengdar og vistuðu hana í fangaklefa,grunaða um að hafa veitt dyraveðinum áverka svo að hann missti meðvitund. Sennilega verður konuveslingurinn ákærð fyrir að hafa ætlað sér að granda dyraverðinum og í framhaldinu dæmd til langrar betrunarhúsarvistar af héraðsdómi og Hæstarétti.
Sló dyravörð í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
- Þegar líkin koma á færibandi inn á borð ráðherra
- Að sjálfsögðu skaut úlfsmakkinn hrokkinnn og grár upp kollinu...
- Hvað ætli Sanna hafi nú að segja?
- Þeir sem leiða leiðindi og rugl á svokölluðum ,,vinstri" væng
- Ekki stendur á hræsninni hjá þerri fínu borgaralegu frú
- Einn útþynntur framsóknarbesfi gjörir út af við kennarastétti...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 708
- Frá upphafi: 1538179
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 581
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Góður! - Gleðileg jól!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.12.2013 kl. 11:59
Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim hjónum Frú Ingveldi og Kolbeini og fleira fólki úr þínum ranni Jóhannes minn takk fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2013 kl. 13:05
Takk fyrir Axel og Ásthildur Cesil.
Jóhannes Ragnarsson, 28.12.2013 kl. 13:47
LOLL virkilega god saga
Magnús Ágústsson, 28.12.2013 kl. 17:05
Takk fyrir góða dæmisögu. Það er vel við hæfi að segja dæmisögur, eftir hátíð, sem kennd hefur verið við friðelskandi dæmisöguhöfund. Umdeildan, fátækan og saklausan.
Pólitíkin (sú hættulega tík) hefur einungis skipt um grímubúning.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2013 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.