Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan stingur fingri í rangan þumal og fangelsar alsaklausa konu

kona2_875429.jpgÞað er enn á fárra vitorði hver sú kona er sem rotaði dyravörðin í nótt. Hér með skal upplýst, að þar var að verki engin önnur en frú Ingveldur og var það henni mikil ánægja að sjá dyragæslumanninn lyppast niður eins og blautt handklæði eftir að hafa greitt honum kjaftshöggið góða. Hinsvegar er konugarmurinn sem situr bak við lás og slá, grunuð um verknaðinn, alsaklaus af þessari fögru uppákomu og kom það hvergi við sögu að öðru leyti en því að hún var handtekinn af lögreglu.

Aðdragandi málsins var á þáð leið, að frú Ingveldur var að leita að eiginmanni sínum, herra Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra, en hann hafði horfið sporlaust af heimili sínu í gærkvöldi ásamt Óla Apaketti. Taldi frú Ingveldur út frá gamalli reynslu að brotthvarf þeirra félaga benti til að þeir væru farnir á kvennafar. Því tók hún sig upp og hóf leit að eiginmanni sínum á þeim óþverraknæpum sem hórdómsbesefar af hans kalíberi leggja helst leið sína á í von um skyndikynni við vafasamar kventuðrur. Í dyrum einnar þessarar saurlífiskompu stóð útblásin dyravörður þegar frú Ingveldi bar að garði og ætlaði piltur sér þá dul að hefta för hennar og fékk að launum svo þungt högg á trýnið að hann hné niður í fullkomnu öngviti. En frú Ingveldur óð inná knæpuna og stóð þar eiginmann sinn Kolbein Kolbeinsson að verki í andstyggilegum faðmlögum við þrautpínda lekandagrýlu. Frú Ingveldur hafði engar vöflur á, greip aftaní hálsmál Kolbeins og hinnar bersyndugu kvinnu og sló hausum þeirra saman af slíku afli að bæði tvö svifu eins og englar inná sama tilverusvið og hinn steinrotaði dyravörður. Að svo búnu dró frú Ingveldur eiginmann sinn á annarri löppinni út bakdyramegin. En gestir veittu því eftirtekt, að Kolbeinn var mjög lausgyrtur, með brækur fyrir neðan þjóhnappa, en frú Ingveldur sinnti því engu og hvarf á braut með feng sinn eins og hann kom fyrir af skepnunni.

Afturámóti varð lögreglunni heldur betur á í messunni þegar hún kom á vettvang. Dyravörðurinn lá að sönnu meðvitundarlaus á stéttinni svo óhjákvæmilegt var fyrir lögregluþjónana að handtaka einhvern á staðnum. Þeir gripu því til þess ráðs að handtaka blindfulla kéllíngarboru sem stóð álengdar og vistuðu hana í fangaklefa,grunaða um að hafa veitt dyraveðinum áverka svo að hann missti meðvitund. Sennilega verður konuveslingurinn ákærð fyrir að hafa ætlað sér að granda dyraverðinum og í framhaldinu dæmd til langrar betrunarhúsarvistar af héraðsdómi og Hæstarétti.
mbl.is Sló dyravörð í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!  - Gleðileg jól!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.12.2013 kl. 11:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim hjónum Frú Ingveldi og Kolbeini og fleira fólki úr þínum ranni Jóhannes minn takk fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2013 kl. 13:05

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir Axel og Ásthildur Cesil.

Jóhannes Ragnarsson, 28.12.2013 kl. 13:47

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

LOLL virkilega god saga

Magnús Ágústsson, 28.12.2013 kl. 17:05

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir góða dæmisögu. Það er vel við hæfi að segja dæmisögur, eftir hátíð, sem kennd hefur verið við friðelskandi dæmisöguhöfund. Umdeildan, fátækan og saklausan.

Pólitíkin (sú hættulega tík) hefur einungis skipt um grímubúning.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2013 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband