Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan stingur fingri í rangan ţumal og fangelsar alsaklausa konu

kona2_875429.jpgŢađ er enn á fárra vitorđi hver sú kona er sem rotađi dyravörđin í nótt. Hér međ skal upplýst, ađ ţar var ađ verki engin önnur en frú Ingveldur og var ţađ henni mikil ánćgja ađ sjá dyragćslumanninn lyppast niđur eins og blautt handklćđi eftir ađ hafa greitt honum kjaftshöggiđ góđa. Hinsvegar er konugarmurinn sem situr bak viđ lás og slá, grunuđ um verknađinn, alsaklaus af ţessari fögru uppákomu og kom ţađ hvergi viđ sögu ađ öđru leyti en ţví ađ hún var handtekinn af lögreglu.

Ađdragandi málsins var á ţáđ leiđ, ađ frú Ingveldur var ađ leita ađ eiginmanni sínum, herra Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra, en hann hafđi horfiđ sporlaust af heimili sínu í gćrkvöldi ásamt Óla Apaketti. Taldi frú Ingveldur út frá gamalli reynslu ađ brotthvarf ţeirra félaga benti til ađ ţeir vćru farnir á kvennafar. Ţví tók hún sig upp og hóf leit ađ eiginmanni sínum á ţeim óţverraknćpum sem hórdómsbesefar af hans kalíberi leggja helst leiđ sína á í von um skyndikynni viđ vafasamar kventuđrur. Í dyrum einnar ţessarar saurlífiskompu stóđ útblásin dyravörđur ţegar frú Ingveldi bar ađ garđi og ćtlađi piltur sér ţá dul ađ hefta för hennar og fékk ađ launum svo ţungt högg á trýniđ ađ hann hné niđur í fullkomnu öngviti. En frú Ingveldur óđ inná knćpuna og stóđ ţar eiginmann sinn Kolbein Kolbeinsson ađ verki í andstyggilegum fađmlögum viđ ţrautpínda lekandagrýlu. Frú Ingveldur hafđi engar vöflur á, greip aftaní hálsmál Kolbeins og hinnar bersyndugu kvinnu og sló hausum ţeirra saman af slíku afli ađ bćđi tvö svifu eins og englar inná sama tilverusviđ og hinn steinrotađi dyravörđur. Ađ svo búnu dró frú Ingveldur eiginmann sinn á annarri löppinni út bakdyramegin. En gestir veittu ţví eftirtekt, ađ Kolbeinn var mjög lausgyrtur, međ brćkur fyrir neđan ţjóhnappa, en frú Ingveldur sinnti ţví engu og hvarf á braut međ feng sinn eins og hann kom fyrir af skepnunni.

Afturámóti varđ lögreglunni heldur betur á í messunni ţegar hún kom á vettvang. Dyravörđurinn lá ađ sönnu međvitundarlaus á stéttinni svo óhjákvćmilegt var fyrir lögregluţjónana ađ handtaka einhvern á stađnum. Ţeir gripu ţví til ţess ráđs ađ handtaka blindfulla kéllíngarboru sem stóđ álengdar og vistuđu hana í fangaklefa,grunađa um ađ hafa veitt dyraveđinum áverka svo ađ hann missti međvitund. Sennilega verđur konuveslingurinn ákćrđ fyrir ađ hafa ćtlađ sér ađ granda dyraverđinum og í framhaldinu dćmd til langrar betrunarhúsarvistar af hérađsdómi og Hćstarétti.
mbl.is Sló dyravörđ í andlitiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góđur!  - Gleđileg jól!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.12.2013 kl. 11:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţađ hefur veriđ ánćgjulegt ađ fylgjast međ ţeim hjónum Frú Ingveldi og Kolbeini og fleira fólki úr ţínum ranni Jóhannes minn takk fyrir.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 28.12.2013 kl. 13:05

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir Axel og Ásthildur Cesil.

Jóhannes Ragnarsson, 28.12.2013 kl. 13:47

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

LOLL virkilega god saga

Magnús Ágústsson, 28.12.2013 kl. 17:05

5 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Takk fyrir góđa dćmisögu. Ţađ er vel viđ hćfi ađ segja dćmisögur, eftir hátíđ, sem kennd hefur veriđ viđ friđelskandi dćmisöguhöfund. Umdeildan, fátćkan og saklausan.

Pólitíkin (sú hćttulega tík) hefur einungis skipt um grímubúning.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 29.12.2013 kl. 12:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband