Leita í fréttum mbl.is

Frelsarinn endurfæddur til að frelsa mannkynið frá kapítalismanum

kross.jpgHvað á maður að halda um svona grátlega uppákomu hjá blessaðri nunnunni? Máske hefur einhver andi, þá væntanlega illur andi, yfirskyggt konugarminn og komið litlum strákpjakki fyir í maganum á henni, hver veit. Svo má vera að þarna hafi einhverskonar ragnheiðarbyskubsdótturdæmi verið í gangi; að minnsta kosti kom ljóð Megasar um Ragnheiði sálugu uppí hugan er ég las þessa undarlegu frétt.

Svo má vera, að Drottinn sjálfur standi á bak við meyfæðingu nunnunnar og oss sé Frelsarinn endurfæddur til að frelsa mannkynið frá kapítalismanum og fylgifiskum hans, græðginni og fasismanum. Ekki veitir af. Guð láti á gott vita. En því miður eru kapítalistanir, innblásnir af græðgi, fasisma og ótta, vísir til að krossfesta nýja frelsarann eins og þann gamla og setja út gott og gjöfullt stríð í kjölfarið.
mbl.is Grunlaus nunna eignaðist son
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband