Leita í fréttum mbl.is

Tvær merkar barnaætur

Sem betur fer man ég í svipinn ekki eftir nema tveimur barnaætum. Þessir tveir sælkerar, eru að sjáfsögðu báðir konur, kjarnakonur, ekki vantar það, en með matarsmekk sem fæstum geðjast að.

gry.jpgÖnnur þessara kvenna er íslensk, Grýla að nafni, margfræg af að veiða sér börn til matar. Hin er útlensk, sennilega þýsk, og var norn að atvinnu, og hefur aldrei verið kölluð annað en nornin. Það var einmitt þessi norn sem varð fyrir því óláni að misheppnast að éta systkynin Hans og Grétu. En eins og flestir muna, þá urðu örlög þessarar nornar á þá leið, að smástúlkan Gréta myrti hana á hroðalegan hátt: ýtti henni inní bökunarofn og steikti hana til dauðs. Áður en að því kom að Gréta litla réði nornina af dögum, hafði hún ásamt Hansi bróður hennar tekið stjúpu þeirra af lífi.

Annað mál er með Grýlu, en hún ku enn vera á lífi, að vísu orðin heilsulaus aumingi og mjök uppað knjám gengin, en þó ekki svo farin að kröftum að hún veiði sér ekki endrum og sinnum til matar eins og forðum. Allir eru sammála um, að Grýla sé einn sérdeilis vondur gestur, illþýði, flagð og óhræsi. Og barnungir Íslendingar hafa aldrei getað vanist því eins og sjálfsögðum hlut að verða étnir upp til agna af þessari matvöndu kerlingarsmán.

Nú segja mér ólýgnir menn, að upp sé risinn undanrennískur íslenskur filmudisney af cócópuffskynslóð, sem sé að rembast við að vekja athygli á sér meðal vesturheimskra með kvikmynd um barnaætur. Það held ég verði nú barn í brók. Nær væri þessum unga manni, að semja örstuttsmyndir um gamla ljóta karla sem hafa ofan af fyrir sér með því að segja hverjum öðrum kúka- og klámbrandara, en þessháttar listaverk tel ég meir en fullgóð ofaní fávísa amríkana.
mbl.is Hryllingur í fullri lengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband