Leita í fréttum mbl.is

Foringi skuggastjórnarinnar afgreiddi hr. Bergsson með hreðjataki og kynnti um leið nýjan frambjóðanda

kol46.jpgFyrir þá sem þekkja lítt innviða stjórnmálaflokkana, þá skal hér með upplýst, að sá góðkunni og vinsæli maður, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri, er einhver helsti póstur Framsóknarflokksins bak við tjöldin; hann er með öðrum orðum nokkurskonar forystumaður skuggaráðuneytis þessa gamla burðarvirkis íslensks samfélags.

Og það var auðvitað Kolbeinn Kolbeinsson sem tók af skarið varðandi þann skelfilega frambjóðanda Óskar Bergsson. Skuggaráðuneytisstjórinn fór vissulega fagmannlega að við að leysa þetta mál, fór sér að engu óðslega, en þegar allt var klárt lagði hann einfaldlega hendur á hr. Bergsson og neyddi hann veinandi til að afsala sér fysrsta sætinu á lista Framsóknar í Reykjavík. Það er sagt að hr. Bergson hafi skrækt svo ofboðslega við þetta tækifæri, að valinkunnir framsóknarraftar margsjóaðir í allrahanda pólitísku ofbeldi og undirferli, hafi orðið svo skelkaðir að þeir flúðu í ofboði yfrí næsta herbergi. Ennfremur, segja bestu heimildir, að Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri hafi notað sína eftirlætisaðferð til að koma hr. Bergsson í skilning um að hann væri óæskilegur lúser og kjósendafæla sem ætti betur heima í geymslu með mengandi spillefnum en í fyrsta sæti á lista hjá jafn göfugri stofnun og Framsóknarflokknum.

Þegar Kolbeinn hafði afgreitt hr. Bergsson að fullu og öllu, boðaði hann meðlimi skuggaráðuneytisins á sinn fund og tilkynnti þeim þá gleðifrétt að pólitískir dagar hins misheppnaða frambjóðanda væru taldir og honum á fjóshauginn kastað. Þar næst upplýsti hann samkomuna um að hann væri með þungaviktarmann, sem einnig væri sannur kraftaverkamaður, í hendi til að stetjast í æruprýtt fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Sá maður væri Ólafur Ólafsson útvegsbóndi, sem væri mikill stórbóndi að Miðhrauni á Snæfellsnesi auk þess að veita útgerðarfélaginu Samskip forstöðu. Gerðu viðstaddir góðan róm að störfum Kolbeins í þágu Framsóknarmanna og eru þess fullvissir, að með annan eins þungaviktar- og heiðursmann og Ólaf Ólafsson útvegsbónda í forsæti muni Framsókn snúa vörn í sókn og gjörsigra í borgarstjórnarkosningunum í vor.
mbl.is Óskar mun ekki leiða listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband