Leita í fréttum mbl.is

Ómerkilegar jarðholur og merkilegur draugagangur á Snæfellsnesi

draugar1.jpgSatt að segja eru þessar jarðholur, sem um er fjallað í greininni ,,Leyndardómar fundnir undir Jökli" ansansári ómerkilegar á snæfellskan mælikvarða. Eiginlega eru umræddar holur svo ómerkilegar að tæpast er orðum að þeim eyðandi.

Hinsvegar búum vér Snæfellinga svo vel að eiga fjall nokkurt, holt að innan, hvar draugar, djöflar og púkar eiga heimilisfesti. Ef maður er staddur á vissum stað í hlíðum þessa fjalls má, ef lagt er vel við hlustir, heyra klið og kveinstafi, agg og nagg í innbyggjurum fjallsins. Drauga- og djöflamor þetta á auðvitað til að leita út fyrir íverustað sinn og valda reimleikum hjá héraðsbúum, og má af þessum sökum segja að draugagangur sé daglegt brauð í húsum og á víðavangi á Snæfellsnesi.

Verst er þó, að liðsmenn vissra stjórnmálaflokka ganga rakleitt inní fjallið eftir að þeirra jarðnesku vist líkur og taka til við, þar sem frá var horfið, allrahanda yfirgang og ójöfnuð, og stendur djöflum og andskotum fjallsins sem ekki eru af jarðneskum uppruna mikil ógn af þessum dólgum. Má því segja, að heldur horfi ófriðlegar í fjallinu með hverju árinu sem líður og að sama skapi aukast reimleikar í húsum manna. Er nú svo komið, að á vissum bæjum er draugagangur orðinn samfelldur allan sólarhringinn með öllum þeim óþægindum sem þeim einlægt fylgir. Sem betur fer erum við Snæfellingar fyrir löngu orðnir svo draugsvanir að við kippum okkur ekki upp þessi firn, en aðkomumenn eiga oft erfitt uppdráttar hér um slóðir, verða iðulega brjálaðir eftir tiltölulega skamma dvöl í héraðinu og til mikillar óþurftar upp frá því.
mbl.is Leyndardómar fundnir undir Jökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband