Leita í fréttum mbl.is

Hin kristna ábyrgð byskubbsins snýst fyrst og síðast um auðsveipni við auðvaldið

pre1Þá ber eitthvað nýrra við, ef einhver ábyrgð fylgir því að vera kristin manneskja. Og ekki hefi ég enn rekist á nokkurn mann eða nokkra kona sem hefir fetað í spor Jesú, svo ekki liggur meint ábyrgð þar. Á  Vesturlöndum virðist hin meinta ,,kristna ábyrgð," sem byskubbinn gerði sér tíðrætt um í morgun, snúast eingöngu um að vera nógu auðsveipur auðvaldinu og hinni kapítalísku heimsvaldastefnu þess. Framkvæmd kristindómsins hefir og verið allur í samræmi við dutlunga, þrá og vonir auðvaldsins, sem vaðið hefir með báli og brandi um heimsbyggðina þvera og endilanga, eitrandi allt með misskiptingu, misrétti og undirferli.

Ég er ansi smeykur um, að ef Jesús væri hér á meðal okkar hefði hann hreina skömm á krisindómi auðvaldsins og byskubbsins yfir Íslandi. Ekki síst vegna þess, að í guðspjöllunum finnst ekki ein einasta setning, er mælir auðvaldsskipulaginu bót. En þar morar af kenningum, sem fordæma það beinlínis og styðja á sama hátt kenningar sameignarmanna. Og frumherjar kristindómsins lifðu í sameignarfélagi. Kristindómur iðkaður í verki í stað þess að vera dauð játning varanna, er hreinn kommúnismus. Þetta á byskubbinn yfir Íslandi að vita, en kýs eins og aðrir af sama sauðarhúsi að loka augunum fyrir því.

,,Einn af kunnustu klerkum landsins var svo uppblásinn af hatri til jafnaðarmanna, að síðustu ár ævinnar voru stólræður hans rakalausar skammir um jafnaðarstefnuna. Loks tók guð í taumanna."
(Bréf til Láru - ÞÞ)

 


mbl.is „Lífið er sterkara en dauðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband