Leita í fréttum mbl.is

Ungt hæfileika- og hugsjónafólk

old.jpgGríðarlega er skemmtilegt að ungt hæfileika- og hugsjónafólk skuli hafa séð sér fært að slá upp tjaldi á Austurvelli í dag til að sýna hvað í því býr. Og helvítis börnin létu ekki sitja við orðin tóm og tóku til við að svæla kannabis þar til að þau stóðu á þambi, augun sukku á kaf inní hausinn, tungan lafði niður á bringu og botnar þeirra urðu leðjublautir. Að lokum lá allt unga hæfileika og hugsjónafólkið lamað í hægðum sínun þar á Austurvellinum með steikta heila og hor í nös; og pestin af dýrunum, jésús góður gvuð!

Ljóst er að flest hefur aflaga farið í uppeldi barnanna með hasshausana. Þau hafa ekki kynnst vendinum sem skildi í uppvextinum. Þó er ekki of seint, að taka bölvaða ormana og kaghýða þá, já og foreldra þeirra líka.
mbl.is Reyktu gras á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Rannsóknir sýna nú óyggjandi að kannabisefni er besta fermingargjöfin í ár, ef maður vill að barnið sitt sé eftir að verða kúnni á meðferðarheimilum, fangelsum og geðsjúkrahúsum sem eftir er ævinnar.

Lögreglan brást skyldu sinni. Kannski á hún hagsmuna að gæta?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.4.2014 kl. 04:05

2 Smámynd: Óskar

Auðvitað á lögreglan ekki að skipta sér af því þó einhverjir vitleysingar vilji reykja úr sér heilann.  það er bara þeirra eigin vandamál.

Óskar, 21.4.2014 kl. 06:32

3 Smámynd: ThoR-E

stigma....

ThoR-E, 21.4.2014 kl. 10:39

4 identicon

Gaman að sjá hvað þið eruð öll umburðarlynd gagnvart þessu stórhættulega fólki!

H. Valsson (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband