Leita í fréttum mbl.is

Góður og farsæll hreppaflutningur í aðsigi á Reykjanesi

xd17.jpgÞað er eflaust tímabært og vel það, að Suðurnesjamenn fari að ranka það mikið við sér, að þeim hugkvæmist loks að reka kjánabjánaklíku Sjáfstæðisflokksins í svokölluðum Reykjanesbæ af höndum sér. Betra seint en aldrei. Enda hafa hvergi í nokkurri bæjarstjórn, og er þær þó margar vondar, fengið að búverka óáreittir aðrir eins frjálshyggjuóvitar og bakkabræður í jafn langan tíma og í Reykjanesbæ.

En nú eru sem betur fer uppi vísbendingar um að Suðurnesjamenn séu búnir að fá nóg af hrunskaðvöldunum, sem þeir hafa haft í meirihluta bæjarstjórnar um árabil, og það sé loks að renna upp fyrir þeim hverskonar afburðamolbúar það eru sem stjórnað hafa þessu ólánssama bæjarfélagi. Það verður áreiðanlega mjög ánægjulegt fyrir kjósendur í Reykjanesbæ, að nota kjördaginn til að pakka bæjarstjóragarminum sínum niður í kassa og senda hann hreppaflutningi til síns heima, þ.e. á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í Reykjavík. Það mun eflaust mörgum þykja góður og farsæll hreppaflutningur.

mbl.is Meirihlutinn fallinn í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband