Leita í fréttum mbl.is

Borgargagnið dreymdi svikna æskuást í fyrrinótt

bukolla.jpgTja, ekki veit ég hvort Íslendingar eru pollapönkarar eða fífl af einhverri sambærilegri gráðu. Mér er slétt sama um það. Að minnsta kosti vantar ekki leiðininlegt fólk á Íslandi og því fer, hverning í skrattanum á því stendur, hraðfjölgandi.

Sem betur fer eigum við þó enn góða einstaklinga eins og Máríu Borgargagn, Indriða Handreð, frú Ingveldi og Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann. Guð blessi þau og varðveiti um aldir alda.

Í gærmorgun vaknaði Máría Borgargagn í herfilegu skapi. Þrátt fyrir að vera í samanherptum hlandspren, lét hún ekki undir höfuð leggjast að láta sitt fyrsta verk vera að reka sambýling sinn, Indriða Handreð, samstundis á fætur með illúðlegu bölvi og formælingum. Og þegar hann sinnti ekki ræsinu, gerði hún sér lítið fyrir og reif af honum sængina og velti honum útá gólf. Þá fyrst fór Handreðurinn að tína utaná sig leppana og var horfinn á braut innan tíu mínútna.

En svo var illu geðslagi Máríu er hún vaknaði um að kenna, að henni hafði dreymt ákaflega allan síðari part nætur þann draum sem henni langaði síst að dreyma. Fyrrum ástmaður hennar, sjálf æskuástin, hafði komið inní draum hennar og hagað sér dólgslega, eiginlega fyrirlitlega að hennar mati. Þennan ágæta mann, sjálfa æskuástina, hafði Máría Borgargagn á sínum tíma svikið í tryggðum á ömurlega lúalegan hátt. En við skulum ekki fara nánar útí þann sálm. Það sem Borgargagninu sveið samt sárast við heimsókn æskuástarinnar inn í draum hennar var rætin kviðlingur, sem mannfjandinn mælti af munni fram og hún gat því miður alls ekki gleymt, og er á þessa leið:

Ein var drósin dáldið glöð
og dásamleg hér forðum.
Nú er hún bara grimm og gröð
og ginið farið úr skorðum.
mbl.is Ert þú Pollapönkari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband