Leita í fréttum mbl.is

Smá uppgjör við Steingrím J. Sigfússon, af gefnu tilefni þó seint sé 2. hluti

SJS: "Ragnhildur er fyrrverandi formaður kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis, Kragans, var það þar til fyrir nokkrum mánuðum. Hún situr enn í stjórn svæðisfélagsins á Seltjarnarnesi.

Jóhannes var á síðasta landsfundi valinn til að vera í forsvari fyrir starfshóp um verkalýðsmál fram að hinum næsta.

Ólafur er fyrrverandi starfsmaður flokksins um árabil norðan fjalla og situr í flokksráði.

Ragnar er virkur félagi í svæðisfélagi VG á Dalvík og nágrenni, hefur verið og er varamaður í kjördæmisráði nyrðra, sat í flokksráði á síðasta kjörtímabili þess og gerir aftur núna. Hann leiddi starfshóp um starfshætti og skipulag flokksins sem skilaði af sér á síðasta landsfundi og loks var hann áhugasamur um að taka þátt í framboðum á vegum flokksins við síðustu Alþingiskosningar. Öll fjögur voru þau fulltrúar á síðasta landsfundi.

Það er því ekki svo að þessa félaga hafi skort tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri innan flokksins eða að framhjá þeim hafi verið gengið. Aðrar ástæður hljóta að liggja að baki því að þau kjósa að nota fjölmiðla sem millilið í viðræðum sínum við aðra flokksmenn nema boðskapurinn sé gagngert öðrum ætlaður. Sama gildir um fundahöld sem sögur fara af.

Til að fyrirbyggja misskilning þá skal tekið fram að ég met ofangreinda félaga mikils og virði til fulls skoðanir þeirra."

Við þessi orð formannsins er eitt að athuga: Hann blátt áfram lýgur því, að Jóhannesi Ragnarssyni, hafi verið falið að vera í forsvari fyrir starfhóp um verkalýðshóp fram að næsta landsfundi. Aðvitað var ekkert gert til koma þessum starfhópi á legg. Stjórn flokksins lyfti sem fyrr ekki litla putta til að koma starfshópnum á legg, og í því efni hlýtur ábyrg formannsins Steingrím vera mikil. En eitt er víst: Ég hef aldrei heyrt í Steingrími um þetta mál, svo varla hefur það verið honum mikið hugleikið. Hans ær og kýr er að safna kringum sig stimamjúku jáliði, sem tilbuið er að vafa eld til að svo megi verða að hann komist í ráðherrastól. Mín skoðun er að SJS sé lélegur leiðtogi inn á við og ekki heill í samkiptum við fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband