Leita í fréttum mbl.is

Ragnhildur magister í norrænum fræðum. IV. hluti. Sögulok.

c_documents_and_settings_joi_my_documents_my_pictures_images_139309... En því fór fjarri að frú Ragnhildur væri dauð, hvað þá úldin. Hún var meira að segja svo bráðlifandi, að hún stóð í báða fætur við hliðina á rúminu sínu og var að snara vínrauðum slopp utan um beran kroppinn á sér. En í rúminu sjálfu lá frú Bergþóra Wiselund þjóðháttafræðingur, alsnakin á maganum og barðist við að fálma eftir sæng sem lá á gólfinu til hliðar við rúmið.

-Hvern sjálfann djöfulinn viljið þið upp á dekk, öskraði frú Ragnhildur upp yfir sig, um leið og hún hnýtti að sér sloppinn. -Gerið þið ykkur ekki grein fyrir, að þið eruð að fremja ólöglegt athæfi? Það er brot á almennum íslenskum hegningarlögum, að brjótast inn í hús og spilla friðhelgi einkalífsins. Þetta skal verða ykkur dýrt!

Og hið bráðræðislega innbrot til frú Ragnhildar, varð Arnkatli eldra, Gretti, Þórólfi, Hallgerði og Arnkatli hinum yngri, andskoti dýrt spaug. Frú Ragnhildur hóf tafarlaust, eins og við mátti búast, lögsókn á hendur innbrotsfólkinu og hafði í þeim málaferlum að sjálfsögðu betur. Fimmmenningarnir voru dæmdir til að greiða henni drjúga upphæð í skaðabætur, en auk þess var hvert þeirra dæmt til níu mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar.

Upp úr þessum hrakförum, lagðist Arnkell eldri í kör og fékkst vart til að matast, uns hann geyspaði golunni, saddur lífdaga. Frú Ragnhildur er aftur á móti við hestaheilsu, enn þann dag í dag, og unir hag sínum vel á eftirlaunum með frú Bergþóru Wiselund.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband