Leita í fréttum mbl.is

Hinn ískaldi og nöturlegi sannleikur um Björtu framtíðina og Pírata

cap_860732.jpgÉg er ansi hræddur um að kjósendur Bjartrar framtíðar í Kópavogi hafi alls ekki reiknað með því að sá mikili tómhyggjuflokkur stefndi að því að fara í meirihlutasamstarf við gjörspillta Sjálfstæðisflokk. Hinsvegar er Björt framtíð mjög hægrisinnuð og fjórflokkseðli hennar algjört, en það vissu kjósendur hennar því miður ekki eða áttuðu sig ekki á.

Björt framtíð og Píratar hafa leikið þann subbulega blekkingarleik að reyna að koma inn hjá fólki að þeir séu uppreisnaröfl gegn ríkjandi kerfi og valdi. Það er sorglegt, vægast sagt, að sjá hve margir hafa gleypt þessa villubeitu í trausti þess að Björt framtíð og Píratar séu nothæf tæki til afgerandi breytinga í íslenskum stjórnmálum, en því fer auðvitað víðsfjarri.

Hinn ískaldi nöturlegi sannleikur um Bjarta framtíð og Pírata er í sem skemmstu máli sá, að þetta eru hvortveggja skilgetin afkvæmi og órjúfanlegur hluti valdakerfis fjórflokksins svonefnda, kapítalismans og hægrimennsku borgarastéttarinnar. Þessir tveir flokkar hafa um stundarsakir virkað eins og ópíum á ringlaða kjósendur og komið í veg fyrir að þeir færðu sig til vinstri, kanski óþægilega langt til vinstri frá bæjardyrum fjórflokksins séð. Þessir tveir tómhyggjuflokkar borgaraséttarinnar eru, svo hlálegt sem það nú er, niðurstaðan af ,,búsáhaldauppreisninni" frægu, sem fór sem kunnugt er í þann alversta farveg sem hugsast getur.
mbl.is Meirihlutaviðræður hafnar í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband