Leita í fréttum mbl.is

Úr Hruni á Hraunið - Eða leggjast út á fjöllum

jail2.jpgAð sjálfsögðu er hann saklaus, nema hvað.

Þegar hann var handsamaður æpti hann, ,,ég er saklaus, ég er saklaus!" Fyrir réttinum svaraði hann öllum spurningum sem var beint að honum, ,, ég er saklaus, ég er saklaus." Og með þessi orð á vör verður honum stungið inn á Litla-Hraun.

Já hann er ekki orðmargur blessaður fyrrverandi forstjórinn og lítið gefinn fyrir að málfarsflækjur. Þó má telja líklegt að föngunum á Hrauninu muni takast að rugla hann svo í ríminu að hann játi uppúr svefni allar sakargiftir sem uppá hann hafa verið bornar eftir Hrun. En það skiptir varla miklu máli úr þessu hvort hann játar eða neitar, lýsir sig saklausan eða sekan: hann fer á Hraunið ásamt vinum sínum, stórbóndanum og þeim píreygða. Og ef þeir reyna að strjúka, hafa þeir ekki annað uppúr því en að gripnir og skutlað samstundis í Svartholið til einangrunar.

Fyrir þessa ógæfusömu pilta, forstjórann fyrrverandi, stórbóndann og þann píreygða, er nú fátt orðið í stöðunni annað en að fara að dæmi Arnesar Pálssonar og Eyvindar Jónssonar og leggjast út uppi á öræfum eða norður á Hornströndum. Að öðrum kosti verða þeir að láta sé lynda næstu áratugina að gista innan múrsins að Litla-Hrauni.
mbl.is Hreiðar Már lýsti yfir sakleysi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha vonandi ertu sannspár ....

Níels A. Ársælsson., 12.6.2014 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband