Leita í fréttum mbl.is

Óþverralegt orðbragð veðurfræðings

xb6_1239913.jpgÞað sem mesta athygli vekur við lestur greinarinnar um verðurfar næstu daga er óvenjulega óþverralegt orðbragð veðurfræðingsins sem rætt er við, en sá kauði talar eins og ekkert sé um ,,lægð sem komi aftan að okkur", en það er sóðalega klámfengið orðalag, og ennfremur grípur hann til þess bragð að kalla veðurfar næstu daga ,,hálfgert skítviðri" sem er líka klámfengið orðalag samkvæmt Orðabók fémínísta. En þegar lepparnir, ,,koma aftan að" og ,,skítviðri" eru sett í náttúrlegt samhengi tekur fyrst í hnjúkana, svo sem allir sjá sem vita hvað tveir plús tveir eru. En klámfenginn dónaskapur þessa tiltekna veðurfræðings kemur að vísu ekki neitt á óvart þegar tillit er tekið til þeirrar óhuggulegu staðreyndar að hann er framsóknarmaður, ættaður beint úr fjóshaug Framsóknarmaddömunnar, sem fræg er fyrir að kenna húskörlum sínum og griðkum ljótan munnsöfnuð og hafa lýgiorð á vör hvenær sem hægt er að ljúga einhverju uppí opið geðið á hrekklausu fólki.

Nú er það svo, að framsóknarplágan er landsmönnum flestum kunn og þá helst af illu einu, enda er þar á ferðinni sjúkdómur sem læknavísindunum hefur hingað til verið um megn að vinna bug á. Hvað eftir annað hafa menn gert sér vonir um að nú væri gamla Framsóknarmaddaman loksins lögst banaleguna og ekkert væri annað eftir en að gefa út dánarvottorðið, en í hvert skifti hefir kérlíngarálftin risið tvíelleft uppaf dánarbeði sínum og tekið til við að vinna hvert óhæfuverkið öðru verra, þjóðinni til tjóns og skapraunar. Og nú liggur ljóst fyrir og í augum úti, að framsóknarhúskörlum og framsóknargriðkum, er ekki einusinni treystandi til að segja veðurfréttir í fjölmiðlum, hvað þá að tala um jafn hversdagslegan hlut og veður. Eða eins og fyrrverandi ritstjórinn með geðkrabbann sagði að gefnu tilefni: ,,Í Afríku hafa þeir ebólafaraldurinn en á Íslandi framsóknarpláguna."
mbl.is „Þetta er hálfgert skítviðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband