Leita í fréttum mbl.is

Það er stutt milli stórlyganna núna

fis1_1241302.jpgÞessa dagana er skammt í millum stórlyga af laxveiðum á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum mynduðu þeir ufsa sem var að svamla neðst í Elliðaánum og staðhæfðu að þar væri blár lax að sporta sig. Í dag birta þeir uppdiktaða frétt, ásamt mynd, af meintum laxveiðum Kvintíns leikstjóra. Og nú rétt í þessu bæta þessir spaugarar um betur, að skrökva því að búið sé að veiða ,,bláa laxinn" í Elliðaánum og láta fylgja mynd af grindhoruðum fiski, sem ef til vill er af laxfiskaætt, en er augljóslega er orðinn blár af kulda og að bana kominn. Þessar ósönnu veiðisögur minna um mest á steinbítinn fyrir vestan sem var með þrjú augu og talaði mannamál.
mbl.is Blái laxinn veiddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

he he he !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.7.2014 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband