Leita í fréttum mbl.is

VG og hinir flokkarnir.

Getur verið að mikið fylgi VG í skoðanakönnunum sé einkum hinum flokkunum að þakka. Fólk er almennt orðið mjög þreytt á ríkisstjórninni og Framsóknarflokkurinn virðist vera búinn að fyrirgera rétti sínum sem valdaflokkur í augum kjósenda. Vandi Samfylkingarinnar felst einkum í ótrúlegum hringlandi og stefnufestuleysi og þykir þar af leiðandi ekki fýsilegur kostur. Frjálslyndi flokkurinn er dæmdur til að vera smáflokkur og smáflokkar eiga ævinlega erfitt uppdráttar.

Að öllu samanlögðu virðist kjósendum VG vera illskársti kosturinn þessa dagana, þrátt fyrir öfgafeminismann sem þar ríður húsum og virkjanaþráhyggjuna. Ég vil þó taka fram, að innan VG er yfirburðamaðurinn Ögmundur Jónasson, sem að öðrum ólöstuðum gefur flokknum yfirbragð staðfestu og reisnar.


mbl.is „Gjörbreyting á fylgi á milli Samfylkingar og VG á meðal kvenna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband